Hér má sjá Vinningsnr. í happadrættinu á Herrakvöldi Fylkis sem haldið var 24.janúar 2020

Birt með fyrirvara um prentvillur

Mætum á völlinn í kvöld, koma svo 🙂

Fylkir stendur fyrir verkefninu“fjölgun iðkenda hjá Fylki“

Nú gefst öllum krökkum í 3 og 4 bekk í Árbænum að prufa allar íþróttagreinar hjá Fylki, ókeypis í 2 mánuði.

 

Handbolti er á mánudögum í Fylkishöll kl. 16:15-17:15

Fótbolti er á þriðjudögum í Fylkishöll kl. 15:00-16:00

Blak er á miðvikudögum í Árbæjarskóla kl. 17:00-18:00

Karate er á fimmtudögum í Fylkisseli kl. 16:00-17:00

Fimleikar eru á föstudögum í Fylkisseli kl. 14:30-15:30

 

Þjálfarar deildanna munu taka á móti krökkunum og sjá um æfingarnar, sem eru settar upp eingöngu fyrir þetta verkefni.

 

Krökkunum er frjálst að mæta alla daga vikunnar á þessar æfingar, það þarf ekki að skrá krakkana, bara að mæta og njóta.

Frábærar fréttir, Fylkir gerir samstarfssamning við EYKT.

Í síðustu viku var skrifað undir samstarfssamning á milli Fylkis og EYKT ehf.
Með þessum samning verður EYKT einn af aðalstyrktaraðilum handknattleiks og knattspyrnudeildar félagsins. Merki fyrirtækisins mun vera á búningum meistaraflokka og búningum yngri iðkenda deildanna.

Samningurinn er til þriggja ára.

,, Þetta eru frábærar fréttir fyrir Fylki. Það að semja við öflugt fyrirtæki sem EYKT hleypir í okkur krafti og erum við þakklát þessu góða hverfisfyrirtæki, þetta á eftir að vera gott samstarf. Okkur hlakkar mikið til að vinna með EYKT,“ segir Hafsteinn Steinsson verkefnastjóri hjá Fylki.

Byggingarfélagið Eykt var stofnað árið 1986, en stefna Eyktar er að byggja vönduð hús og önnur mannvirki, sem umgjörð um daglegt líf og atvinnurekstur.
Eykt hefur ávallt verið byggt upp og rekið með langtímasjónarmið í huga. Leiðarljós félagsins er að vera Þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði og eru eftirfarandi markmið lögð til grundvallar í starfsemi fyrirtækisins:
• Eykt ætlar að vera í fremstu röð byggingarfyrirtækja landsins og tryggja með markvissu gæðakerfi og besta búnaði, að afhent vara sé ávallt í samræmi við skilgreindar gæðakröfur félagsins,
• Eykt vill að laga framleiðslu sína og þjónustu að þörfum viðskiptavina sinna með stöðugum umbótum,
• Eykt mun viðhalda sem best heilbrigði starfsmanna sinna og tryggja ávallt öryggi þeirra á vinnustað

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Fylkir spilar gegn Hamri á fimmtudag kl:20:00 í Norðlingaskóla.
Mætum og hvetjum strákana okkar til sigurs.
Þeir eru nú í 2. sæti í 1. deildinni ásamt HK B.
Áfram Fylkir!

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Miðvikudaginn 15.janúar var dregið í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar hjá Sýslumanni.  Meðfylgjandi má sjá hvernig fór og skulu vinningshafar hafa samband við Elsu fjármálastjóra Fylkis varðandi vinningana í síma 775-9078 eða með að senda tölvupóst á elsa@fylkir.is.