Opið er fyrir skráningu á námskeið rafíþróttadeidlar Fylkis sem hefjast 13. janúar inn á skráningarsíðu Fylkis  https://fylkir.felog.is

Uppselt er nú þegar á nokkur námskeið en um að gera að skrá sig á biðlista og ef nægur fjöldi fæst þá verður bætt við námskeiði.

Ekki er hægt að nota frístundastyrk vegna ársins 2019 á námskeiðin en frá og með 3.janúar verður hægt að nota styrkinn 2020 til að skrá.

Við hvetjum forráðamenn til að skrá börnin á biðlista ef námskeiðið er fullt því við munum eftir fremsta megni bæta við hópum ef biðlistar eru nógu langir til að manna nýjan hóp.

Iðkendur þurfa að eiga aðgang að þeim leik sem á að iðka, deildin sér annars fyrir öllum öðrum æfingatækjum. Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þann leik sem það hefur verið skráð á æfingar fyrir.

Hámark eru 10 á hvert námskeið.

Námskeiðin eru:
Finndu þína rafíþrótt – bæði kyn saman, skipt upp í 10-12 ára 15:00-16:30 og 13-16 ára 16:30-18:00 (mán og mið)
CS:GO – kynjaskipt, kvk 18:00-19:30 og kk 19:30-21:00, fyrir 13-16 ára (mán og mið)
FIFA Playstation 4 – bæði kyn saman, skipt upp í 10-12 ára 15:00-16:30 og 13- 16 ára 16:30-18:00 (þri og fim)
Overwatch – kynjaskipt, kvk 18.00-21:00 og kk 15:00-18:00, fyrir 10-16 ára (fös)
Apex/PubG – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára, 10:00-13:00 (lau)
League of Legends – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára, 13:00-16:00 (lau)
Fortnite – bæði kyn saman, skipt í 10-12 ára, 18:00-19:30 og 13-16 ára, 19:30-21:00
(þri og fim)

Vegna óveðurs mun allt íþróttastarf falla niður þriðjudaginn 10.desember.    Fylkishöll og Fylkissel verða lokuð eftir kl. 14:00. Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá Almannavörnum……….

 

Komið þið sæl

Eftir fundi með Veðurstofunni og Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins hefur verið ákveðið að röskun á skólastarfi verður virkjuð á morgun þriðjudag og verða foreldar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir klukkan 15:00.  Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13:00.

Gul viðvörun verður í gildi frá klukkan 13:00 – 15:00 þegar sú appelsínugula tekur við.

 

Miklar líkur eru á því að veðrið skelli á fyrr en áður var talið, en sökum þess að spár eru enn óljósar munum við ekki senda út tilkynningu til foreldra fyrr en á morgun, þriðjudag. Við munum upplýsa ykkur í fyrramálið og senda síðan út tilkynningu  til foreldra í síðasta lagi kl. 12:00.

 

Það starf sem á sér stað eftir klukkan 15:00 fellur niður eins og staðan er í dag.

Veðurstofan og sveitarfélögin munu upplýsa um þetta á sínum heimasíðum.

 

Með bestu kveðju

 

 

AHS Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Deildarstjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.(+354) 8626375 (+354) 528 3000 thorak@shs.is http://shs.is Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík, Ísland

Á föstudaginn vou afhent verðlaun fyrir bestu og efnilegustu leikmenn knattspyrnudeildar 2019.
Ýmsar aðrar viðurkenningar voru veittar.

Best: Berglind Rós Ágústsdóttir og Helgi Valur Daníelsson

Efnilegust: Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Valdimar Þór Ingimundarson

Verðlaun vegna fjölda leikja í meistaraflokki: 
Rut Kristjánsdóttir 150 leikir
Hulda Sigurðardóttir 100 leikir
Margrét Björg Ástvaldsdóttir 100 leikir
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir 50 leikir
Ída Marín Hermannsdóttir 50 leikir
Sigrún Salka Hermannsdóttir 50 leikir

Ásgeir Eyþórsson 200 leikir
Hákon Ingi Jónsson 150 leikir
Helgi Valur Daníelsson 150 leikir
Davíð Þór Ásbjörnsson 150 leikir
Emil Ásmundsson 100 leikir
Orri Sveinn Stefánsson 100 leikir

Ágætu forráðamenn iðkenda hjá Fylki.

Keppnis- og rekstrarárið 2019 er senn á enda. Við vonum að það hafi bæði verið gleðilegt og viðburðaríkt fyrir iðkendur knattspyrnudeildar félagsins.

Þó að ekki hafi unnist margir titlar til félagsins á árinu sem er að líða þá hefur mörgum af iðkendum deildarinnar hlotnast ýmsar viðurkenningar fyrir iðkun sína. Þegar það gerist fyllumst við sem stöndum að félaginu stolti, bæði fyrir hönd iðkandans og foreldra hans. Það eru laun okkar sjálfboðaliða sem sjá um að halda utan um fjáraflanir og annan rekstur deildarinnar.

Við fögnum einnig hverjum þeim iðkenda sem heldur áfram að æfa með félaginu og viljum hvetja þá sem hellast úr fótboltanum að reyna finna sér annan vettvang innan félagsins. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að kveðja unga leikmenn, þá sérstaklega þá sem ganga upp úr 2. flokk á hverju ári þar sem ekki er pláss fyrir alla iðkendur í eina meistaraflokknum, af hvoru kyni fyrir sig, sem leyft er að senda til keppni. Þessari kerfisvillu hjá KSÍ munum við berjast gegn. Þannig sköpum við vettvang fyrir iðkandann, svo lengi sem hann vill taka þátt, óháð getu, innan félagsis.

Margar fjáraflanir deildarinnar hafa dottið úr skaftinu á undanförnum árum, eins og jólatrjáa- og flugeldasala (erum nú í samstarfi með Hjálparsveit Skáta). Þá hafa einnig nokkrir af helstu styrktaraðilum deildarinnar sagt upp samningum við okkur á árinu og varð því hálfgert tekjufall á liðnu ári hjá deildinni. Það heggur skörð í reksturinn og hefur fráfarandi stjórn og sú nýja sem við tölum fyrir, reynt að fylla upp í skörðin með nýjum fjáröflunum, s.l. sumar og nú í lok árs.

Við viljum einnig minna forráðamenn á Styrktarsjóð Indriða heitins Einarssonar (aðgengilegur á www.fylkir.is) þar sem hægt er að sækja um aðstoð við greiðslu æfingagjalda.

Jólabasar Fylkis verður haldinn helgina 6.-7. desember nk. Höfum við undanfarið auglýst eftir ýmis konar söluaðilum sem gætu haft áhuga á að koma að sölu á varningi á basarnum og hvetjum við foreldraráð eða bara einstaka foreldra til að panta bás/borð. Sjá nánari upplýsingar í auglýsingum á heimasíðu og Fésabókarsíðu félagsins.

Við opnun markaðarins föstudagskvöldið 6. desember kl. 20.30 mun stjórn deildarinnar bjóða gestum og gangandi upp á jólaglögg og piparkökur og heiðra nokkra iðkendur deildarinnar sem hafa náð merkum áfanga á sínum ferli auk þess sem verðlaun verða veitt til leikmanna meistaraflokka félagsins vegna árangurs sem náðist sl. sumar, en m.a. verða bestu og efnilegustu leikmenn liðanna heiðraðir. Hvetjum við sem flesta til að koma á opnunina, sem og heimsækja basarinn yfir helgina alla, en veitingasala verður á meðan markaðurinn er opinn.

Um miðjan desember setjum við á stað „Nýárshappadrætti Fylkis“ þar sem mikill metnaður hefur verið settur í vinningaskrána og munu allir iðkendur félagsins, meistara- og yngri flokkar, fá tækifæri til að selja miða gegn sölulaunum sem rennur til þátttöku- og ferðakostnaðar á hin ýmsu mót. Hagnaður af happadrættinu rennur allur til reksturs knattspyrnudeildar.

Undanfarin 12 ár hefur félagið boðið upp á SKÖTUVEISLU í Fylkishöll á Þorláksmessu og hefur það notið sívaxandi vinsælda. Í ár verður skötuveislan haldin í tvo daga, þ.e. sunnudaginn 22. desember og mánudaginn 23. desember, frá kl. 11:30 – 14:00. Hægt er að panta borð með því að senda tölvupóst á netföngin haffisteins@fylkir.is eða sigrun@ishamrar.is eða hringja í síma 897-9295 (Haffi) eða824-0403 (Sigrún). Við hvetjum alla skötuelskendur til að koma og njóta. Hér eru fagmenn að verki!

Flugeldabingó verður haldið í fyrsta skipti sunnudaginn 29. desember nk. í Fylkishöll. Þar munu leikmenn meistaraflokka félagsins sjá um að draga tölurnar og selja veitingar. Vinningarnir eru flugeldar frá Hjálparsveit skáta og hvetjum við unga sem aldna til þess að mæta og freista gæfunnar í lok árs. Gott ef að jólasveinninn kíki ekki við!! Allur ágóði rennur til æfingaferða flokkanna sem fyrirhugaðar eru í vor.

Í lok árs, eða 31. desember nkr. kl. 12, mun aðalstjórn félagsins krýna Fylkiskarl og -konu félagsins í kaffisamsæti í hátíðarsal Fylkishallar. Þar munu einnig nokkrir dyggir félagsmenn fá viðurkenningar fyrir störf sín fyrir félagið. Eru allir félagsmenn hvattir til þess að mæta.

Á nýju ári bindum við miklar vonir við nýja yfirþjálfara yngri flokka og leggjum nú sem fyrr áherslu á að vera með bestu mögulegu þjálfara sem völ er á í þjónustu fyrir iðkendur deildarinnar. Einnig leggjum við ríka áherslu á góða markmanns- og styrktarþjálfara. Þá er félagið margverðlaunað fyrir uppeldi á dómurum og mun það uppeldi halda áfram, en það fer víst enginn leikur fram án dómara. Nýtt þjálfarteymi hefur hafið störf hjá meistaraflokki karla sem skipað er þremur fyrrum landsliðs- og atvinnumönnum, sem allir hafa gengið þann veg sem yngri iðkendur eru að ganga í dag og hafa fullan skilning á þeirra draumum og markmiðum. Þá hefur Margrét Magnúsdóttir, nýr yfirþjálfari yngri flokka kvenna hjá félaginu, komið inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna auk þess sem Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir, leikjahæsti leikmaður meistaraflokks kvenna frá upphafi, hefur tekið við styrktarþjálfun hjá flokknum. Er það von okkar að þjálfarateymi meistaraflokkanna verði duglegir að gefa af sér til yngri iðkenda og annarra þjálfara félagsins.

Að lokum minnum við á Herra- og kvennakvöld félagsins sem haldin verða á nýju ár. Herrakvöld félagsins verður haldið föstudaginn 24. janúar 2020 og þá verður Kvennakvöld félagsins haldið laugardaginn 8. febrúar 2020.

Síðast en ekki síst óskum við í stjórn knattpyrnudeildar öllum iðkendum, foreldrum og félagsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Megi árið 2020 verða skemmtilegasta ár allra tíma 

Fylkir er best! Við erum best!

Fyrir hönd stjórnar knattpsyrnudeildar Fylkis
Kjartan Danielsson formaður
Stefanía Guðjónsdóttir varaformaður
Arnar Þór Jónsson gjaldkeri
Július Ásbjörnsson ritari
Ragnar Páll Bjarnason meðstjórnandi
Kolbrún Arnardóttir Mfl ráð kvenna
Gauti Guðmundsson BUR
Hrafnkell Helgason Mfl ráð karla

Birkir Jakob Jónsson (14 ára) í 3 flokki Fylkis er kominn heim eftir frábæra viku ferð til Molde FK í Noregi þar sem honum var boðið að æfa með akademíu félagsins.
Þar æfði hann með U15, U16 og U19 liðum Molde.  U19 er varalið félagsins. Hann stóð sig mjög vel og var boðið að koma aftur seinna.

Óskum við Birki til hamingju með góða frammistöðu og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

 

Rafíþróttir

 

Á morgun, föstudaginn 6. des, opnar fyrir skráningar á námskeiðin hjá Rafíþróttadeild Fylkis. Fyrstu æfingar vorannar byrja í annarri vikunni í janúar, eða þann 13 janúar og æft verður til 2. maí.
Rafíþróttadeildin áskilur sér rétt til að breyta æfingatímum og fella niður námskeið náist ekki lágmarks iðkendafjöldi í það námskeið. Öll námskeið eru kennd í PC borðtölvum nema annað sé tekið fram.

Við hvetjum forráðamenn til að skrá börnin á biðlista ef námskeiðið er fullt því við munum reyna eftir fremsta megni að bæta við hópum sé tilefni til.

Iðkendur þurfa að eiga aðgang að þeim leik sem á að iðka, deildin sér annars fyrir öllum öðrum æfingatækjum. Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þann leik sem það hefur verið skráð á æfingar fyrir.

Hámark eru 10 á hvert námskeið.

Námskeiðin eru:

Finndu þína rafíþrótt – bæði kyn saman, skipt upp í 10-12 ára 15:00-16:30 og 13-16 ára 16:30-18:00 (mán og mið)

CS:GO – kynjaskipt, kvk 18:00-19:30 og kk 19:30-21:00, fyrir 13-16 ára (mán og mið)

FIFA Playstation 4 – bæði kyn saman, skipt upp í 10-12 ára 15:00-16:30 og 13- 16 ára 16:30-18:00  (þri og fim)

Overwatch – kynjaskipt, kvk 18.00-21:00 og kk 15:00-18:00, fyrir 10-16 ára (fös)

Apex/PubG – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára, 10:00-13:00 (lau)

League of Legends – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára, 13:00-16:00 (lau)

Fortnite – bæði kyn saman, skipt í 10-12 ára, 18:00-19:30 og 13-16 ára, 19:30-21:00

(þri og fim)

Á morgun, föstudaginn 6. des, opnar fyrir skráningar á námskeiðin hjá Rafíþróttadeild Fylkis. Fyrstu æfingar vorannar byrja í annarri vikunni í janúar, eða þann 13 janúar og æft verður til 2. maí.
Rafíþróttadeildin áskilur sér rétt til að breyta æfingatímum og fella niður námskeið náist ekki lágmarks iðkendafjöldi í það námskeið. Öll námskeið eru kennd í PC borðtölvum nema annað sé tekið fram.

Við hvetjum forráðamenn til að skrá börnin á biðlista ef námskeiðið er fullt því við munum reyna eftir fremsta megni að bæta við hópum sé tilefni til.

Iðkendur þurfa að eiga aðgang að þeim leik sem á að iðka, deildin sér annars fyrir öllum öðrum æfingatækjum. Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þann leik sem það hefur verið skráð á æfingar fyrir.

Hámark eru 10 á hvert námskeið.

Námskeiðin eru:

Finndu þína rafíþrótt – bæði kyn saman og skipt upp í 10-12 ára og 13-16 ára (mán og mið)

CS:GO – kynjaskipt fyrir 13-16 ára (mán og mið)

FIFA Playstation 4 – bæði kyn saman og skipt upp í 10-12 ára og 13- 16 ára (þri og fim)

Overwatch – kynjaskipt fyrir 10-16 ára (fös)

Apex/PubG – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára (lau)

League of Legends – bæði kyn saman fyrir 13-16 ára (lau)

Fortnite – bæði kyn saman og skipt í 10-12 ára og 13-16 ára (þri og fim)

 

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Við erum Fylkir – Eitt allra besta félag landsins?

Þegar ég flutti til landsins nú síðsumar eftir að hafa búið erlendis um nokkurt skeið, þá var ég ekki á leið inn í stjórn KND í þriðja sinn. Þegar hugmyndin var borin upp við mig fannst mér hún fjarlæg en á skömmum tíma rifjaðist upp allt það sem Fylkir hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna fyrir Fylki og að börnin mín hafi fengið að vaxa hér og dafna.

Það fór því þannig að ég tók við formennsku í stjórn knattspyrnudeildar á síðasta aðalfundi hennar. Það gerði ég eingöngu með að markmiði að við héldum áfram okkar góða starfi og jafnframt að laga það sem betur má fara. Fyrir mér er lykilþátturinn það forvarnarstarf sem fer fram innan íþróttafélagsins og að halda iðkendum sem lengst í heilbrigðu og fjölbreyttu starfi. Halda draumum þeirra lifandi. Önnur afrek skipta máli, en minna máli.

Hafandi fylgst með Fylki í fjarska í nokkur ár kom mér á óvart hversu fá fyrirtæki eru styðja við félagið í dag og hversu hratt sjálfboðaliðar hlaupa fyrir félagið eftir fjármunum til að halda úti öflugu starfi.

Við höfum í gegnum tíðina verið afar stolt af okkar barna- og unglingastarfi og byggt okkar meistaraflokka að mestu á uppöldum leikmönnum. Það hefur haldið okkur á meðal þeirra bestu á Íslandi, bæði í karla og kvennaflokki í áraraðir.

Mér lék forvitni að vita hvernig við getum mælt gott uppeldisstarf og fékk tölfræðiáhugamanninn Leif Grímsson til að taka saman nokkrar staðreyndir um uppruna leikmanna tveggja síðustu tímabila í Pepsi deild karla og sjálfur tók ég saman uppruna þriggja landsliðshópa frá mismundandi tíma, eða EM hópinn 2016, HM hópinn 2018 og síðasta landsliðshóp nú í nóvember.

Þessar tölur hér að neðan eða á myndunum, sýna svo ekki verður um villst að Fylkir er með eitt allra besta barna- og unglingastarf landsins.

Þessi árangur kom ekki af sjálfu sér. Fjöldi þjálfara, sjálfboðaliða og fyrirtækja, og þar stærst og í langan tíma, Nóatún og Bónus, hafa lagt félaginu til ómetanlegan stuðning. Fyrir það erum við óendanlega þakklát.

Nú leitum við að nýjum samstarfaðilum og tilgangur þessa pistils er að vekja athygli á því að við erum tilbúin til samstarfs til skemmri eða lengri tíma við fyrirtæki af öllum stærðum og einstaklinga til að geta haldið úti okkar öfluga uppeldis og forvarnarstarfi.

Þessa dagana eru fulltrúar frá félaginu að leita að samstarfsaðilum og þætti okkur vænt um að þið mynduð taka vel á móti þeim eða jafnvel hafa samband af fyrra bragði ( haffisteins@fylkir.is) til að létta okkur verkið.

Það ætti að vera hverju fyrirtæki óhætt að setja nafn sitt við Fylki.

Fyrirfram þakkir

“Sameinaðir stöndum vér, appelsínugulur her” 

Sjáumst í Lautinni

Kjartan Daníelsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis.

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.