Herrakvöld Fylkis verður föstudaginn 24. janúar. 

Það er verið að klára að setja saman dagskrá kvöldsins. 

Takið kvöldið frá og skemmtum okkur saman á þessari frábæru skemmtun. 

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Fylkiskonur tóku á móti BFH í fyrstu umferð Kjörísbikarsins í dag og fóru með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi. Hrinurnar fóru 25-19, 25-17 og 25-15

Á aðalfundi knattspyrnudeildar 23.október  var kosin ný stjórn.  Formaður var kosinn Kjartan Daníelsson og aðrir í stjórn eru Stefanía Guðjónsdóttir sem verður varaformaður, Arnar Þór Jónsson verður gjaldkeri, Júlíus Örn Ásbjörnsson verður ritari og Ragnar Páll Bjarnason verður meðstjórnandi.  Óskum við nýrri stjórn til hamingju með kjörið.  Þau sem hættu í stjórn voru Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Sigfús Kárason og Þórður Gíslason.  Þökkum við þeim fyrir frábært starf fyrir félagið og óskum þeim góðs gengis.

Ný stjórn knattspyrnudeildar Fylkis

 

Fylkiskonur hefja þátttöku í Kjörísbikarnum með heimaleik við BFH í Fylkishöll á sunnudag kl. 14.

Fylkisfólk er hvatt til að mæta og hvetja sitt lið.

Áfram Fylkir!!!

Minnum á aðalfund knattspyrnudeildar sem fer fram í Fylkishöll næstkomandi miðvikudag 23.október kl. 20:00 í Fylkishöll.  Meðal dagskráliða verður skýrsla stjórnar, ný stjórn kjörin og svo munu Atli Sveinn Þórarinsson og Margrét Magnúsdóttir sem eru í þjálfarateymi meistaraflokka deildarinnar mæta á fundinn og vera með stutta kynningu á komandi tímabili.  Margrét er einnig yfir þjálfari kvennaflokka deildarinnar.   Allir velkomnir.

Fylkisstrákarnir Birkir Jakob Jónsson og Heiðar Máni Hermannsson spiluðu í gær fyrsta landsleikinn sinn á UFEA móti í Póllandi.  Leikurinn var á móti Bandaríkjunum og tapaðist 1-2.  Til hamingju strákar og áfram Ísland.