,

Guðrún Karítas gengur til liðs við Fylki

Guðrún Karítas gengur til liðs við Fylki
Fylkir hefur komist að samkomulagi við Val um félagaskipti Guðrúnar Karítasar Sigurðardóttur til Fylkis. Hefur Guðrún Karítas gert samkomulag við Fylki um að leika með félaginu út tímabilið 2022.
Guðrún Karítas, sem er uppalin á Akranesi, er fædd árið 1996. Hún hefur leikið alls 133 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 44 mörk, en á ferli sínum hefur hún spilað með ÍA, Stjörnunni, KR og Val.
Þá á hún að baki 16 leiki og 6 mörk með yngri landsliðum Íslands.
Um leið og við bjóðum Guðrúnu Karítas hjartanlega velkomna til félagsins þá þökkum við Val fyrir góð samskipti og vinnubrögð í kringum félagaskipti leikmannsins.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA