,

Engir áhorfendur leyfðir á leikjum og æfingum

Stjórn KSÍ hefur samþykkt nýja reglugerð KSÍ um framkvæmd æfinga og leikja í 3.fl, 2.fl og meistaraflokki.

Reglugerðin, ásamt reglunum sjálfum og ýmsum fylgigögnum hefur verið birt á vef KSÍ og eru allir hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér vel efni þessarar síðu.

Markmið reglnanna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri.

Meðal þess sem kemur fram í reglugerðinni er að engir áhorfendur eru leyfðir á leikjum og æfingum þessara flokka.  Viljum hvetja alla stuðningsmenn og foreldra til að sýna ábyrgð og fylgja þessu.