Fylkisrútan 2022-2023
Fylkir hefur endursamið við Hópferðir um að sjá um aksturinn í vetur og erum við bjartsýn á að samstarfið muni ganga vel.
Rútan mun aðeins aka frá 14:00-16:00 frá 3.janúar 2023.

Fylkisrútan mun fara af stað 1. sept. 2022 og keyra þangað til skólarnir fara í sumarfrí. Vagninn mun keyra alla virka daga samkvæmt neðangreindu aksturplani.
Vagninn keyrir ekki í kringum jól, páska og aðra frídaga. Jólafrí verður 17.des-2.jan.

Allir sem nýta sér vagninn verða að vera skráðir og fer skráning fram á heimasíðu félagsins www.fylkir.is í gegnum skráningarkerfið. Sú breyting hefur verið gerð á skráningarferlinu að núna er um að ræða sér „námskeið“ sem heitir Fylkisrútan.

Breyta þessum texta inn á heimasíðunni undir frístundavagninn

Nú eru 3 verð:
10.000kr allur veturinn fyrir eina ferð á viku
20.000kr allur veturinn fyrir tvær ferðir á viku
30.000kr allur veturinn fyrir þrjár eða fleiri ferðir á viku

Borgað er helmingur fyrir barn númer tvö og ekkert fyrir það þriðja osfrv..
Haft skal samband við fylkir@fylkir.is varðandi það, annaðhvort áður en skráð er eða eftir á og endurgreiðsla fæst. Hægt er að dreifa greiðslunni á 9 mánuði.

Ferðirnar eru aðallega fyrir krakka í 1. til 4. bekk í grunnskólum hverfisins: Ártúnsskóla, Árbæjarskóla, Selásskóla og Norðlingaskóla. Eldri krakkar geta nýtt sér ferðirnar sé pláss.

Það er á ábyrgð foreldra að frístundaheimilið viti hvenær barnið á að taka vagninn.

Starfsmaður frístundaheimilis mun fylgja þeim sem skráðir eru í frístundaheimili að vagninum.

Þeir krakkar sem eru með töskur og föt geta geymt það á æfingastaðnum meðan æfingin er. Eftir að æfingu er lokið eru krakkarnir á ábyrgð foreldra.

Ef eitthvað gleymist í vagninum þá er farið með það í Fylkishöll.

Mikilvægt er að foreldrar séu vel vakandi fyrir því hvernig dagskrá hópsins er sem barnið er að æfa með. Æfingar geta fallið niður og stundum er æfingatíma breytt.

Vagninn bíður ekki eftir neinum heldur leggur af stað á umsettum tíma.

Vakni einhverjar spurningar skal þá hafa samband við íþróttafulltrúa Fylkis Halldór Steinsson doristeins@fylkir.is.

Einnig eru allar ábendingar vel þegnar.

Mikilvæg símanúmer:

Fylkishöll 571-5601
Fylkissel 571-5602
Hópferðir 577-7775

Fylkisrútan 2023 (Dagskrá alla virka daga)

Nýtt keyrsluplan frá og með 6. febrúar 2023

 

Ártúnsskóli 14:05

Árbæjarskóli 14:10

Selásskóli 14:16

Fylkissel 14:20

Norðlingaskóli 14:23

Fylkishöll 14:30

Selásskóli 14:35

Fylkishöll 14:40

Ártúnsskóli 14:45

Árbæjarskóli 14:50

Fylkishöll 14:55

Selásskóli 15:00

Fylkissel 15:05

Norðlingaskóli 15:08

Ártúnsskóli 15:18

Árbæjarskóli 15:23

Selásskóli 15:30

Fylkissel 15:36

Norðlingaskóli 15:40

Fylkishöll 15:47

 

Rútan keyrir bara til kl. 15:08 á föstudögum

-Ártúnsskóli: Vagninn stoppar á hringtorginu við skólann.
-Árbæjarskóli: Vagninn stoppar á bílastæðinu við Árbæjarkirkju / Ársel.
-Fylkishöll: Vagninn stoppar við Fylkishöll ( að neðanverðu ).
-Selásskóli: Vagninn stoppar á bílastæðinu við Selásbraut.
-Fylkissel: Vagninn stoppar fyrir fram aðalinngang.
-Norðlingaskóli: Vagninn stoppar á bílastæðinu við skólann.

Félagið áskilur sér rétt til að gera breytingar á dagskránni sé þess þörf vegna t.d. þátttöku.

 

Kort