,

Skráning hafin í handboltann

Skráning er hafin í starf handknattleiksdeildar Fylkis í vetur.  Boðið verður upp á æfingar í öllum flokkum.

Æfingar í yngstu flokkunum hefjast 1.september og verða upplýsingar um æfingatíma sett inn á heimasíðu félagsins um leið og þær eru klárar.

Skráning í 8.fl – 5.fl karla og kvenna fer fram í skráningarkerfi Fylkis á heimasíðunni https://fylkir.felog.is/ , vakin er athygli á því að veittur er 10% afsláttur ef gengið er frá skráningu og greiðslu fyrir 1.október.

Vegna samstarfs deildarinnar við handknattleiksdeild Fjölnis í 4.fl og 3.fl  karla og kvenna fer skráningin í þá flokka fram í gegnum skráningarkerfi Fjölnis https://fjolnir.felog.is/.

Minnum á skráningu í frístundavagninn sem gengur innan hverfis og á að nota frístundastyrkinn.