,

Stjórn knattspyrnudeildar endurkjörin

Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis var endurkjörin á aðalfundi deildarinnar 10. desember.  Í stjórninni eru þau Arnar Þór Jónsson, Júlíus Örn Ásbjörnsson, Ragnar Páll Bjarnason, Stefanía Guðjónsdóttir ásamt Kjartani Daníelssyni sem var kosinn formaður. Vegna samkomutakmarkana fór fundurinn fram rafrænt undir styrkri stjórn fundarstjórans Viðars Helgasonar.  Fyrir utan stjórnarkjörið var flutt skýrslar stjórnar og farið yfir fjárhagsmál deildarinnar en þeirri umræðu var svo frestað fram á næsta ár þegar aðalfundur félagsins fer fram.  Fjölmargir Fylkisfélagar fylgdust með fundinum við þessar sérstöku aðstæður.