Búið er að draga í happdrættinu og hér má sjá vinningsnúmerin.

Hægt er að nálgast vinninga, gegn framvísun vinningsmiða, hjá Valgeir í Hólavaði 29 eftir kl. 18:00 næstu daga.

Einnig er hægt að hafa samband við Valgeir í síma 660-7037 til að finna tíma til að sækja vinning.

MJÓLKURBIKAR KARLA
ÍH – Fylkir
Miðvikudagur kl 20:00
Skessan Hafnarfirði
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

 

KJÖTSMIÐJU-LEIKURINN
FYLKIR – BREIÐABLIK
WURTH VÖLLURINN
Sunnudagur kl 19:15

MINNUM ÁRSKORTSHAFA AÐ SÆKJA KORTIN SÍN Í AFGREIÐSLU FYLKISHALLAR SEM FYRST – KORTIN VERÐA EKKI AFHENT Á LEIKNUM.
Miðasala er hafin í STUBB, endilega tryggið ykkur miða sem fyrst.
Það verða þrjú hólf í stúkunni og er gengið inn í öll hólf í
bakenda stúku, sér inngangur í hvert hólf.
Hólf 1: Suðurendi. Stuðningsmenn Fylkis sem kaupa stakan miða í gegnum STUBB appið.
Hólf 2: Miðja. Árskortshafar Fylkis
Hólf 3: Norðurendi. Stuðningsmenn Breiðabliks sem kaupa stakan miða í gegnum STUBB appið.
Hér er hægt að sækja appið: https://stubbur.app/
Við hvetjum Árbæinga til að koma gangandi á völlinn.
Eins viljum við benda stuðningsfólki Breiðabliks á bílastæði við Árbæjarkirkju, Árbæjarskóla og Rofaborg.
Þeir sem ætla að gera sér glaðan dag í sumar ættu að kíkja til þeirra í Kjötsmiðjunni og tryggja sér það besta á grillið.
Kjötsmiðjan – Fosshálsi 27.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Fylkir varð um helgina fyrsta rafíþróttalið íslands til að tryggja sér stórmeistaramóts titil í Vodafone deildinni í leiknum Counter-Strike: Global Offensive. Fylkir mætti feiknar sterkur liði FH og var spennan fyrir leiknum mikil. Leikar enduðu með 2-0 sigri Fylkismanna eftir 16-11 leik í kortinu Inferno og 16-7 í kortinu Vertigo. Að leik loknum var Eðvarð Þór Heimisson, betur þekktur sem EddezeNN og leikmaður Fylkis, valinn maður mótsins og úrslitaleiksins. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá Rafíþróttadeild Fylkis en þetta var annar stóri titill liðsins á stuttum tíma.

Í dag 28.maí á Íþróttafélagið okkar afmæli og er 53 ára gamalt en félagið var stofnað 28.maí 1967.  Til hamingju með daginn Fylkisfólk nær og fjær.  Áfram Fylkir!!

Aðalfundur Fylkis fór fram þann 27.maí í Fylkishöll.  Dagskrá fundarins var hefðbundin samkvæmt lögum félagsins.  Kynntir voru reikningar félagsins og kosið í stjórnir og nefndir.  Formaður félagsins Björn Gíslason var endurkjörin til eins árs.  Tvær breytingar urðu í aðalstjórn en Hildur Mósesdóttir og Ása Haraldsdóttir gengu úr stjórn og í þeirra stað komu Hulda Birna Baldursdóttir og Sigurbjörg Guðnadóttir.  Hér fyrir neðan má sjá nýja aðalstjórn ásamt stjórnum deilda félagssins.

Aðalstjórn

Björn Gíslason, formaður
Helga Birna Ingimundardóttir
Atli Atlason
Kristinn Eiríksson
Jón Birgir Eiríksson
Hulda Birna Baldursdóttir
Sigurbjörg Guðnadóttir

Rafíþróttadeild

Þórmundur Sigurbjarnarson formaður
Aron Ólafsson
Leó Zogu
Stefán Atli
Axel Gíslason

Knattspyrnudeild

Kjartan Daníelsson
Arnar Þór Jónsson
Stefanía Guðjónsdóttir
Júlíus Örn Ásbjörnsson
Ragnar Páll Bjarnason

Karatedeild

Pétur Ragnarsson
Arnar Jónsson
Katrín Ingunn Björnsdóttir
Elías Guðni Guðnason

Handknattleiksdeild

Júlía Hrönn Guðmundsdóttir
Sigurður Jón Vilhjálmsson
Arna Hrund Arnardóttir
Jenný Vigdís Þorsteinsdóttir
Erna Kristín Sigurjónsdóttir

Fimleikadeild

Judith Traustadóttir
Íris Reynisdóttir
Þorsteinn Þorgeirsson
Guðrún Ósk Jakobsdóttir
Rebekka Ósk Heiðarsdóttir
Istvan Olah

Blakdeild

Beeke Stegmann
Jóhanna Jakobsdóttir
Kristbjörg Sveinbjörsdóttir
Gunnþór Matthíasson
Guðmundur Jónsson
Pálmi Sigurðsson
Tengiliður BUR
Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttir

Miðvikudaginn 28. maí verður haldin uppskeruhátíð fyrir iðkendur handknattleiksdeildar í Fylkishöll.  Hátíðin hefst kl. 17:00 og eru iðkendur hvattir til að mæta. Í ljósi COVID verða engar hefðbundnar verðlauna-athafnir, en þjálfarar munu ávarpa iðkendur. Boðið verður svo upp á pylsur. Gætum að fyllsta öryggi og virðum fjarlægðartakmarkanir.

Hlökkum til að sjá ykkur.