,

Æfingastopp vegna hertra takmarkana

Vegna hópsýkinga og fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu þá hafa stjórnvöld gripið til hertra sóttvarnaaðgerða og eru Íþróttir barna og fullorðinna, þar með taldar æfingar og keppni innan- eða utandyra óheimilar. Allir æfingar og keppni falla því niður frá og með deginum í dag í þrjár vikur.

Hópsýkingarnar eru allar af völdum breska afbrigðis kórónaveirunnar sem er mun meira smitandi en flest önnur afbrigði og veldur frekar alvarlegum veikindum. Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að hertar aðgerðir taki nú til barna allt frá grunnskólaaldri þar sem sýnt þykir að breska afbrigðið veldur meiri einkennum hjá eldri börnum en önnur afbrigði veirunnar.

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt nýja reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem mun gilda í þrjár vikur eða til 15. apríl.

Þjálfarar félagsins verða í sambandi við sína iðkendur með planið næstu þrjár vikur.

Nú er mikilvægt að við öll förum eftir tilmælum sóttvarnaryfirvalda og pössum sérstaklega upp á persónubundnar sóttvarnir.  Við bindum vonir við að ef við stöndum öll saman þá komumst við fljótt í gegnum þetta og getum þá farið að æfa aftur sem fyrst.