,

Fylkir og Hringrás í samstarf.

Fylkir og Hringrás í samstarf.
Á föstudag skrifaði Knattspyrnudeild Fylkis undir samstarfssamning við Hringrás ehf og HP gáma. Samningurinn er til tveggja ára og verður Hringrás einn af aðalsamstarfaðilum deildarinnar. Það er mikilvægt fyrir Fylki að tengja sig metnaðarfullum fyrirtækjum og fögnum við vel þessu samstarfi.
Hér neðar sjáum við meira um Hringrás og HP gáma:
Hringrás:
Athafnasvæði Hringrásar er að Klettagörðum 9 í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði. Á öllum þessum stöðum er tekið við bílum til förgunar, brotajárni, málmum og spilliefnum. Félagið er einnig með aðstöðu til móttöku víðs vegar um landið. Færanlegar endurvinnslustöðvar Hringrásar gegna lykilhlutverki í þjónustu við bæjarfélög á landsbyggðinni en þannig getur fyrirtækið leyst á hagkvæman hátt margvísleg almenn verkefni á vegum minni bæjarfélaga auk sérstakra niðurrifsverkefna sem upp kunna að koma.
Þegar um er að ræða niðurrifsverkefni eða efni sem þarf að farga er hægt að leita tilboða í verkið hjá Hringrás. Einnig er algengt að fyrirtæki og bæjarfélög geri langtímasamning við Hringrás sem þá sér um að úrgangur safnist ekki upp hjá viðkomandi viðskiptavini. Ef um góð endurseljanleg efni er að ræða getur slík þjónusta gefið nokkrar tekjur af sér fyrir verkkaupa.
HP Gámar:
Starfsstöðvar HP gáma eru í Grindavík, Reykjavík, Akureyri og á Reyðarfirði.
HP gámar er fjölskyldufyrirtæki og hefur þjónustað viðskiptavini sína í 20 ár.
Móðurfélagið Hópsnes var stofnað árið 1965 og rekur einnig HP Flutninga og Hringrás.
HP gámar sinna daglegri sorphirðu hjá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.
Gámaþjónusta HP gáma nær yfir allt land þar sem við sérhæfum okkur í sorphirðu á hvaða máta sem er.
Það er von okkar hjá Fylki að þetta sé bara byrjunin á löngu samstarfi við þessi fyrirtæki og viljum við endilega biðja Fylkisfólk að kynna sér þjónustu þeirra.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA