,

Verkferlar vegna ofbeldismála

Kæru iðkendur, forráðamenn og félagsmenn Fylkis

Í ljósi umræðunar undanfarna daga viljum við upplýsa alla um þá verkferla og þann vettvang sem Fylkir nýtir sér við aðstoð tilkynninga og úrvinnslu slíkra málefna.
Mikilvægt er að einstaklingar sem orðið hafa fyrir einhverskonar ofbeldi eða óæskilegri hegðun geti leitað til óháðs aðila sem er sérfræðingur í meðferð slíkra mála.
Hægt er að leita til Viðbragsráðs Fylkis og eru upplýsingar um það á heimasíðu félagsins. Þar er einnig að finna viðbragðáætlanir og stefnur sem taka á málum sem koma upp innan félagsins.
Vekjum svo sérstaka áherslu á samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem styður við, leiðbeinir og aðstoðar þá sem hafa upplifað einhverskonar ofbeldi eða einelti í slíku starfi. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir
er Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi eða einelti í sínu íþrótta- og æskulýðsstarfi eða eru ekki vissir og vilja fá ráðgjöf varðandi slík mál, geta haft samband við
Sigurbjörgu með því að senda póst á sigurbjorg@dmg.is eða hringt í síma 839-9100
Engin greiðsla er tekin fyrir þjónustu samskiptaráðgjafa.