,

Vienna Behnke semur við Fylki

Vienna Behnke semur við Fylki.
Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Vienna Behnke hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Fylkis út keppnistímabilið 2022.
Vienna er mjög reynslumikill vinstri kantmaður, sem hefur spilað 71 leik fyrir Hauka í Lengjudeildinni og skorað í þessum leikjum 32 mörk.
Hún er frábær viðbót við okkar unga og efnilega lið og erum við gríðarlega spennt að fylgjast með henni á vellinum í sumar.
Vienna, velkomin í Árbæinn !