,

Frítt að æfa handbolta !

Komdu í handbolta !
 
Handknattleiksdeild Fylkis býður krökkum úr hverfinu að koma og prófa handbolta frítt í 2 vikur.
 
,,Ég hvet alla krakka til að koma og prófa handbolta, þetta er allra skemmtilegasta íþrótt sem ég hef stundað og leiðin á toppinn er styttri en þú heldur“ segir
Árbæringurinn og Fylkismaðurinn Bjarki Már Elísson lykilmaður Lemgo og Íslenska landsliðsins, en hann hóf sinn handboltaferil í Fylki og orðinn ein allra besti leikmaður heims í sinni stöðu.
 
Allar upplýsingar um æfingatíma og þjálfara má finna hér: https://fylkir.is/handbolti/
 
#viðerumÁrbær