Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við Gunnar Magnús Jónsson sem aðalþjálfara, Sonný Láru Þráinsdóttir aðstoðarþjálfara, Bjarna Þórð Halldórsson markmannsþjálfara, Michael John Kingdon leikgreinanda, Ingvar Guðfinnson styrktarþjálfara og Tinnu Björk Birgisdóttir sjúkraþjálfara.
Gunnar Magnús er Keflvíkingur í húð og hár og hefur stýrt kvennaliði Keflavíkur síðan 2016 auk þess að hafa þjálfað meistaraflokk karla í Keflavík og Njarðvík, kvennalið Grindavíkur og yngri flokka Keflavíkur. Gunnar hefur stjórnað 225 leikjum hjá meistaraflokki kvenna í gegnum tíðina. Reynslumikill þjálfari sem verður gaman að fylgjast með.
Sonný Lára er einn reynslumesti markmaður landsins en hefur hún spilaði 410 leiki fyrir Breiðablik og Fjölni og vann 3 Íslandsmeistaratitla auk 2 bikarmeistaratitla með Breiðablik. Auk þess að hafa verið fastamaður í A landsliðs hópi Íslands. Gaman er að segja frá því að hún skoraði 9 mörk á sínum ferli.
Bjarni Þórður er uppalinn í Fylki og hefur spilað 336 leiki með Fylki, Víking, Stjörnunni og Aftureldingu auk þess að hafa spilað 8 landsleiki með U21 landsliði Íslands.
Michael John er uppalin í Fylki og hefur þjálfað yngri flokka Fylkis síðustu ár. Mike sá um leikgreiningar fyrir meistaraflokk karla síðasta sumar auk þess sem, hann sér um leikgreiningar fyrir U19 ára landslið Íslands.
Ingvar Guðfinnson hefur verið hjá Fylki síðan 2015 og séð um styrktarþjálfun. Ingvar hefur komið víða við á ferlinum en m.a. var Ingvar alþjóðlegur aðstoðardómari og flaggaði í stórum leikjum meðal annars hjá Liverpool og Enska landsliðinu. Ingvar var einnig leikmaður en hann spilaði með Tindastól.
Tinna Björk er menntaður sjúkraþjálfari, uppalin í Kópavoginum og spilaði 107 KSí leiki með Breiðablik, Fram, Aftureldingu og var hluti af Fylkisliðinu sem sigraði Lengjudeildina 2017.
Samningur þeirra er til tveggja ára og eru miklar vonir bundar við samstarfið
Knattspyrnudeild Fylkis fagnar þessum ráðningum og erum við öll gríðarlega spennt fyrir komandi tímabili.
Það er og hefur verið mikið um að vera hjá part af landsliðsfólkinu okkar.
Guðmar Gauti og Stefán Logi fóru fyrir Íslands hönd til Slóveníu þar sem þeir tóku þátt í 4 þjóða móti U-15 ára landsliða. Skemmst er frá því að segja að liðið og strákarnir stóðu sig gríðarlega vel og sigurðu alla sína leiki gegn N-Írlandi,Lúxemborg og Slóveníu. Þeir tóku báðir þátt í öllum leikjum og var Guðmar m.a fyrirliði í örðum leik liðsins. Strákarnir stóðu sig gríðarlega vel á mótinu !
Stefán Gísli hefur verið valinn til þátttöku í undankeppni EM undir 17 ára landsliða en hún fer fram í Norður Makedoníu. Stefán var lykilmaður í 3.flokki félagsins síðastliðið sumar ásamt því að spila stórt hlutverk með 2.flokki félagsins. Stefán hefur verið fasta maður í hópnum undanfarið !
Elísa Björk og Nína hafa verið valdar í æfingarúrtak fyrir u-16 ára landslið kvenna. Þær hafa báðar verið lykilmenn í 3.flokki félagsins ásamt því að vera í hlutverki hjá meistaraflokki félagsins. Þær hafa báðar verið áður í úrtökum hjá sama aldri !
Sara Dögg og Tinna Brá voru fyrr í þessum mánuði valdar til æfingarhóp u-19 ára landsliðs kvenna. Þær eru algjörir lykilmenn í meistaraflokki okkar og var Tinna m.a valinn besti leikmaður Fylkis á tímabilinu. Þær eru báðar fastamenn í úrtökum hjá þessum aldri !
Við fögnum því þegar starfið okkar fær þessa frábæru viðurkenningu og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni !
Knattspyrnudeild Fylkis er að fara af stað með stefnumótun fyrir næstu 5 ár. Við viljum gjarnan vita hvaða áherslur þú telur mikilvægar.
 
Svaraðu þessari stuttu könnun (tekur um 4 mín) og láttu skoðanir þínar í ljós.
 
https://b2pyzsu95sn.typeform.com/Fylkir22KND
 
Taktu þátt í að gera félagið okkar enn betra !
 
#viðerumÁrbær

 Miðvikudaginn 19. október  2022 kl. 19:30 er boðað til aðalfundar Knattspyrnudeildar Fylkis í samkomusal Fylkishallar.

 

Dagskrá:

Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt reglugerð knattspyrnudeildar og lögum félagsins.

Önnur mál.

 

Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis

 

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið þá Theodór Inga Óskarsson og Stefán Gísla Stefánsson til æfinga með landsliðininu dagana 10.-12.október n.k.
Liðið mun taka þátt í undankeppni EM 2023 í lok október og eru þessar æfingar liður í undirbúningi þess verkefnis en báðir hafa þeir verið í kringum hópinn í langan tíma.
Teddi sem spilar allar stöður fremst á vellinum hefur verið algjör lykilmaður með 3.flokki Fylkis ásamt því að spila hlutverk með 2.flokki félagsins.
Stefán sem er öflugur miðjumaður er einnig lykilmaður með 3.flokki félagsins og hefur spilað stórt hlutverk með 2.flokki félagsins ásamt því að æfa með meistaraflokki karla. Stefán spilaði stórt hlutverk með liðinu í síðasta landsliðsglugga.
Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í verkefninu !
 
Þeir Guðmar Gauti Sævarsson og Stefán Logi Sigurjónsson hafa verið valdir til þáttöku fyrir Íslands hönd á UEFA Development móti í Slóveníu daganna 10-16.október næstkomandi.
 
Guðmar Gauti er öflugur miðjumaður með mjög gott auga fyrir spili. Hann spilaði lykilhlutverk í 4.fl liði Fylkis ásamt því að spila stórt hlutverki í 3.fl liðinu.
 
Stefán Logi er stór og stæðilegur miðvörður sem getur einnig spilað á miðjunni. Hann hefur var í lykilhlutverki og markahæstur í 4.fl liði Fylkis ásamt því vera í kringum 3.fl liðið.
 
Þeir voru einnig valdnir í Reykjavíkurúrvalið í byrjun sumar þar sem þeir stóðu sig með prýði.
 
Framtíðin er björt hjá þessum efnilegu strákum og hlökkum við til að fylgjast með þeim á mótinu sem og framtíðinni !
 
#viðerumÁrbær
 
Fylkir mun í vetur bjóða upp á fjölbreytt vetrarstarf fyrir alla aldurshópa. Starfið í ár verður frá leikskóla aldri og alveg upp í 100 ára+
 
Nánari upplýsingar um vetrarstarfið kemur inn á heimasíðu félagsins á næstu dögum !
 
#viðerumÁrbær
Fylkir sendi 4 lið á TM mótið í eyjum í júní þetta árið. Liðin voru Fylki til sóma og stóðu sig vel. Fylkisliðin komu heim með tvo bikara af mótinu sem verður að teljast ansi vel af sér vikið. Stelpurnar tóku einnig þátt í hæfileikakeppninni með frábæru dansatriði.
Síðustu helgi var svo komið að símamótinu hjá sama hóp. Aftur voru send 4 lið til keppni. Gleðin var alsráðandi hjá stelpunum og áberandi voru miklar framfarir hjá stelpunum.
 
Hrikalega skemmtilegur dagur var hjá okkur í Fylki í síðustu viku þegar strákar úr yngri flokkum Fylkis mættu á opna æfingu með meistaraflokki félagsins.
Veðrið lék svo sannarlega við þessa 200 iðkendur sem mættu og aðstæður voru frábærar á WURTH vellinum i dag.
 
Æfinguna var svo grillveisla þar sem allir gæddu sér á pylsum og svala í boði knattspyrnudeildar Fylkis
 
Takk fyrir daginn strákar þetta var frábært!