,

Orri Hrafn í Fylki

Orri Hrafn Kjartansson aftur heim!
 
Fylkir og Valur hafa komist að samkomulagi um að Orri Hrafn Kjartansson gangi til liðs við félagið á lánssamningi út tímabilið.
 
Orra þarf ekki að kynna fyrir Fylkisfólki en hann kom inn í meistaraflokk Fylkis 2020 aðeins 18 ára gamall og eftir frábæra frammistöðu var hann seldur til Vals árið 2022.
 
Hann hefur leikið 102 KSÍ leiki og skorað í þeim 13 mörk ásamt því að hafa leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
 
Við fögnum því vel að fá Orra aftur heim og hlökkum til að sjá hann aftur í appelsínugulu !