Kæru stuðningsmenn

Vegna þeirra samkomutakmarkana sem hafa verið í gildi og verða áfram þá hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta Herrakvöldi Fylkis sem stóð til að halda á bóndadeginum 22.janúar 2021.

Þetta eru fordæmalausir tímar sem við lifum núna og hafa mikil áhrif á okkur öll.   Að þurfa að fresta jafn mikilvægum atburði og Herrakvöldi Fylkis er okkur þungbært enda hefur kvöldið verið

einn af hápunktum ársins undanfarin 30 ár.   Einnig mun þetta hafa mikil áhrif á rekstur knattspyrnudeildar Fylkis en Herrakvöldið hefur verið ein stærsta fjáröflun deildarinnar.

Verið er að skoða hvort það sé mögulegt að vera með einhvern atburð á næstunni en það liggur ekki fyrir á þessari stundu.

Fylgst verður vel með þróun mála næstu vikur og allar upplýsingar sendar út á miðla félagsins um leið og þær liggja fyrir.

Óskum ykkur svo gleðilegs árs og farið varlega á þessum veirutímum.

Við hittumst svo öll hress og kát þegar það má aftur 😊

Með Fylkiskveðju,

Nefndin

Góð þátttaka var á jólanámskeiði knattspyrnudeildar.

Iðkendur á fyrra námskeiði (21,22,23.des) hafi verið 92.

Iðkendur á seinna námskeiði (28,29,30) hafi verið 94

Þjálfarar hafi verið Sigurður Þór, Kristján Gylfi, Michael John, Steinar Leó, Hulda Hrund, Jenný Rebekka, Emilía Sif, Margrét Mirra, Óskar Borgþórsson.

Námskeiðið hafi verið frá 9-12 og verið iðkendum að kostnaðarlausu.

FLUGELDASÝNING FYLKIS

RAUÐAVATNI
Þriðjudagur 29.des kl 19:30

Tilvalið að horfa úr bílnum.

Vinsamlega fylgið sóttvarnareglum.

Minnum á flugeldasölu Fylkis og Hjalparsveitar Skáta í Fylkisstúkunni á Würth vellinum.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Kæru Fylkisfélagar

Vegna ástandsins í þjóðfélaginu þurfum við að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum. Hefðbundnir viðburðir sem framundan eru hjá félaginu verður frestað eða verða með breyttu sniði. Það gerum við bjartsýni og von í hjarta um að ástandið fara að batna og við getum farið að hittast almennilega.

Því miður sér Knattspyrnudeild Fylkis sér ekki fært um að standa fyrir Skötuveislunni þetta árið vegna samkomutakmarkana sóttvarnayfirvalda.

Við tilkynnum því hér með að Skötuveislunni er frestað til 2021!

Aðrir viðburðir:
Fylkisbrennan 2020, frestað
Kjör á Fylkiskarli og Fylkiskonu áriö 2020 hefur farið fram. Niðurstaða á www.fylkir.is

Minnum á flugeldasölu skátanna í Stúkunni á Wurthvellinum.

Nýrárshappdrætti Fylkis, miðar til sölu hjá iðkendum á Facebook.
Áætlun um

Reykjavíkurmótsbyrjun er 15 janúar.

Áfram Fylkir

Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis var endurkjörin á aðalfundi deildarinnar 10. desember.  Í stjórninni eru þau Arnar Þór Jónsson, Júlíus Örn Ásbjörnsson, Ragnar Páll Bjarnason, Stefanía Guðjónsdóttir ásamt Kjartani Daníelssyni sem var kosinn formaður. Vegna samkomutakmarkana fór fundurinn fram rafrænt undir styrkri stjórn fundarstjórans Viðars Helgasonar.  Fyrir utan stjórnarkjörið var flutt skýrslar stjórnar og farið yfir fjárhagsmál deildarinnar en þeirri umræðu var svo frestað fram á næsta ár þegar aðalfundur félagsins fer fram.  Fjölmargir Fylkisfélagar fylgdust með fundinum við þessar sérstöku aðstæður.

Jón Vilhálmsson lést á líknardeild Landsítalans föstudaginn 13. nóvember. Úförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 23. nóvember kl. 13 og verður streymt af : youtu.be/JLunPCX_xik .

Foreldrar sem eru tilbúnir til að fórna tíma sínum fyrir heildina eru ekki á hverju strái. Slíkir einstaklingar eru dýrmætir fyrir félagasamtök eins og Fylki.  Jón var slíkur einstaklingur, einn af þeim sem var óhræddur við að taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið og gerði það vel og um langt árabil. Hann var ötull stuðningsmaður félagsins og byrjaði að taka þátt í störfum foreldraráða eins og svo margir fórnfúsir foreldrar gera. Árið 2007 tók hann að sér gjaldkerastöðu BUR eða Barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar. Eftir nokkur ár í því hlutverki, sem er ærið, tók hann að sér formennsku í ráðinu og gegndi því í þrjú ár. Sem slíkur sat hann í stjórn Knattspyrnudeildar til loka árs 2012. Störf hans fyrir félagið voru ómetanleg, hvort sem það var utanhald um einstakar fjáraflanir, innheimta æfingagjalda eða rekstraráætlanir, allt var unnið að mikilli nákvæmni og fagmennsku. Hann hafði sterkar skoðanir á hvernig best yrði haldið utanum hlutina og fékk þar ýmsu framgegnt.

Jón fékk afhent silfurmerki félagsins árið 2010 fyrir vel unnin störf.

 

Andlát Jóns Vilhjálmssonar kom okkur  í stjórn deildarinnar í opna skjöldu.  Hann var oft á vappi í kringum völlinn s.l. ár til að fylgjast með leikjum Villa og var þá spjallað í léttum dúr um heima og geima og deildina sem er okkur svo kær. Tíminn flýgur og á tímum Covid er fólk að hittast minna og því urðu samverustundir ekki fleiri.

Jóns Vilhjálmsonar verður sárt saknað af Fylki.

Elsku Rósa, Vilhjálmur, Svavar og Erna Dís og barnabörn, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur við fráfall Jóns.

Fyrir hönd Knattspyrnudeildar Fylkis

Kjartan Daníelsson, formaður

Andrés Már leggur skóna á hilluna.
Leikjahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild, Andrés Már Jóhannesson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Andrés hefur reynst Fylki frábærlega, spilað 191 leik í efstu deild og þjónað sínu félagi vel.
Andrés spilaði einn A landsleik og 14 leiki með yngri landsliðum.
Við viljum þakka Andrési fyrir hans frábæra feril hjá félaginu og hans framlag til félagsins og óskum honum góðs gengis í framtíðinni.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Fylkir og Bílaleiga Akureyrar saman næstu 4 árin.
Það er ánægjulegt að segja frá því að nýlega skrifaði knattspyrnudeild Fylkis undir framlengingu á samstarfssamning við Bilaleigu Akureyrar (Höldur) og er samningurinn til 4 ára.
Bílaleiga Akureyrar hefur verið í samstarfi við deildina í mörg ár og eru forréttindi að fá að vinna með þessu flotta fyrirtæki sem hefur reynst okkur vel.
Við vonumst til að okkar frábæru stuðningsmenn nýti sér þjónustu Bílaleigu Akureyrar.
FYLKIR – ÁRBÆJARINS BESTA
Knattspyrnudeild Fylkis býður nú félögum og velunnurum sínum að kaupa strangheiðarlega og gómsæta sjófrysta ýsu veidda af áhöfninni á Höfrungi III norðaustur af Íslandi.
Salan er liður í fjáröflun deildarinnar til að koma til móts við tekjufall hennar undanfarin misseri.
Á fiskidögunum munum við bjóða ykkur þessa úrvals ýsu í 9kg öskju á 18000 kr. öskjuna sem gerir ekki nema 2000 kr. per kg.
Vinsamlegast meldið ykkur “interested/going” á þennan viðburð, skiljið eftir skilaboð eða pöntun hér fyrir neðan í athugasemdum eða sendið póst á: fylkir@fylkir.is og við verðum í bandi og klárum þetta með ykkur.
Bendum einnig á vefverslunina:
https://fylkir.felog.is/verslun
Frábær ýsa á frábæru verði fyrir frábært félag!
Afhending fer svo fram við Fylkishöll fimmtudaginn 5. nóv. milli 16.00-20.00.
***** Uppskriftasamkeppni *****
Við blásum til uppskriftasamkeppni samhliða fjáröfluninni. Deilið uppáhalds fiskuppskriftinni ykkar hér að neðan og dómnefnd skipuð einvala liði velur tvær bestu sem fá auka öskju af ýsu í verðlaun.
Hér er ein uppskrift frá Hvað er í matinn? til að koma hugmyndafluginu af stað: