Það er og hefur verið mikið um að vera hjá part af landsliðsfólkinu okkar.
Guðmar Gauti og Stefán Logi fóru fyrir Íslands hönd til Slóveníu þar sem þeir tóku þátt í 4 þjóða móti U-15 ára landsliða. Skemmst er frá því að segja að liðið og strákarnir stóðu sig gríðarlega vel og sigurðu alla sína leiki gegn N-Írlandi,Lúxemborg og Slóveníu. Þeir tóku báðir þátt í öllum leikjum og var Guðmar m.a fyrirliði í örðum leik liðsins. Strákarnir stóðu sig gríðarlega vel á mótinu !
Stefán Gísli hefur verið valinn til þátttöku í undankeppni EM undir 17 ára landsliða en hún fer fram í Norður Makedoníu. Stefán var lykilmaður í 3.flokki félagsins síðastliðið sumar ásamt því að spila stórt hlutverk með 2.flokki félagsins. Stefán hefur verið fasta maður í hópnum undanfarið !
Elísa Björk og Nína hafa verið valdar í æfingarúrtak fyrir u-16 ára landslið kvenna. Þær hafa báðar verið lykilmenn í 3.flokki félagsins ásamt því að vera í hlutverki hjá meistaraflokki félagsins. Þær hafa báðar verið áður í úrtökum hjá sama aldri !
Sara Dögg og Tinna Brá voru fyrr í þessum mánuði valdar til æfingarhóp u-19 ára landsliðs kvenna. Þær eru algjörir lykilmenn í meistaraflokki okkar og var Tinna m.a valinn besti leikmaður Fylkis á tímabilinu. Þær eru báðar fastamenn í úrtökum hjá þessum aldri !
Við fögnum því þegar starfið okkar fær þessa frábæru viðurkenningu og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni !