,

Stór dagur í Árbænum ! Nýtt teymi í meistaraflokki kvenna

Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við Gunnar Magnús Jónsson sem aðalþjálfara, Sonný Láru Þráinsdóttir aðstoðarþjálfara, Bjarna Þórð Halldórsson markmannsþjálfara, Michael John Kingdon leikgreinanda, Ingvar Guðfinnson styrktarþjálfara og Tinnu Björk Birgisdóttir sjúkraþjálfara.
Gunnar Magnús er Keflvíkingur í húð og hár og hefur stýrt kvennaliði Keflavíkur síðan 2016 auk þess að hafa þjálfað meistaraflokk karla í Keflavík og Njarðvík, kvennalið Grindavíkur og yngri flokka Keflavíkur. Gunnar hefur stjórnað 225 leikjum hjá meistaraflokki kvenna í gegnum tíðina. Reynslumikill þjálfari sem verður gaman að fylgjast með.
Sonný Lára er einn reynslumesti markmaður landsins en hefur hún spilaði 410 leiki fyrir Breiðablik og Fjölni og vann 3 Íslandsmeistaratitla auk 2 bikarmeistaratitla með Breiðablik. Auk þess að hafa verið fastamaður í A landsliðs hópi Íslands. Gaman er að segja frá því að hún skoraði 9 mörk á sínum ferli.
Bjarni Þórður er uppalinn í Fylki og hefur spilað 336 leiki með Fylki, Víking, Stjörnunni og Aftureldingu auk þess að hafa spilað 8 landsleiki með U21 landsliði Íslands.
Michael John er uppalin í Fylki og hefur þjálfað yngri flokka Fylkis síðustu ár. Mike sá um leikgreiningar fyrir meistaraflokk karla síðasta sumar auk þess sem, hann sér um leikgreiningar fyrir U19 ára landslið Íslands.
Ingvar Guðfinnson hefur verið hjá Fylki síðan 2015 og séð um styrktarþjálfun. Ingvar hefur komið víða við á ferlinum en m.a. var Ingvar alþjóðlegur aðstoðardómari og flaggaði í stórum leikjum meðal annars hjá Liverpool og Enska landsliðinu. Ingvar var einnig leikmaður en hann spilaði með Tindastól.
Tinna Björk er menntaður sjúkraþjálfari, uppalin í Kópavoginum og spilaði 107 KSí leiki með Breiðablik, Fram, Aftureldingu og var hluti af Fylkisliðinu sem sigraði Lengjudeildina 2017.
Samningur þeirra er til tveggja ára og eru miklar vonir bundar við samstarfið
Knattspyrnudeild Fylkis fagnar þessum ráðningum og erum við öll gríðarlega spennt fyrir komandi tímabili.