Knattspyrnudeild Fylkis hefur gengið frá samning til 2024 við Michael John Kingdon um að sjá um leikgreiningar hjá meistaraflokkum félagsins ásamt því að koma að leikgreiningum hjá yngri flokkum í samráði við þjálfara þar.
 
Michael hefur síðustu 2 tímabil þjálfað 2.flokk karla og mun halda því áfram með fram nýja starfinu. Síðastliðið sumar sá hann um leikgreiningar hjá meistaraflokki karla sem tryggði sér sigur í Lengjudeildinni. Hann hefur sérhæft sig í performance analysis en hann hefur einnig verið að leikgreina fyrir yngri landslið Íslands.
 
Við fögnum því að vera fyrsta félagið á Íslandi til að ráða mann í stóra stöðu við leikgreiningar og teljum við þetta vera stórt skref í átt að frekari þróun knattspyrnunnar hjá Fylki.
#viðerumÁrbær
Tómas Ingi Tómasson yfirmaður knattspyrnumála hjá Fylki og Michael John