Það er því miður ennþá ákveðin veira að trufla okkar starf hjá Fylki og því miður þarf að fresta Herrakvöldi Fylkis sem átti að vera 21. janúar um óákveðinn tíma. Stefnt er að því að halda skemmtilegan viðburð þegar hægt er.

Sala miða í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis hófst í desember og verður dregið þann 26. janúar n.k. Við eigum ennþá talsvert af miðum til sölu fyrir áhugasamt Fylkisfólk og alla hina. Hægt er að kaupa miða á heimasíðu Fylkis. Vinningarnir eru sérlega glæsilegir í ár sem endranær og kannski verður Tolla málverk hengt upp hjá einhverjum ykkar. Þú getur tryggt þér miða hér.

Svo í Mars munum við halda okkar vinsæla Málverkauppboð, það verður auglýst nánar þegar nær dregur á heimasíðu okkar sem og helstu miðlum.

 

Íþróttakona og íþróttakarl Fylkis fyrir árið 2021 eru þau Viktoría Benónýsdóttir og Alexander Rósant Hjartarson.

Viktoría Benónýsdóttir, hefur stundað fimleika hjá Fimleikadeild Fylkis frá árinu 2011 eða í 10 ár og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir Fylki í gegnum árin. Viktoría var valin í Landsliðshóp Unglinga U16 fyrir keppnistímabil 2020. Hún var valin í Unglingalandslið Íslands fyrir Norðulandamót Unglina 2021. Í vor var hún valin til að taka þátt í 25 stúlkna úrtaki fyrir val á 12 stúlkna U-16 Unglingalandsliðshópi. Viktoría komst inní 12 stúlkna U-16 Úrvalshóp Unglinga fyrir val á landsliði Íslands fyrir Norðulandamót. Varamaður í Unglinalandsliði Íslands fyrir Norðurlandamót Unglina sem fór fram rafrænt helgina 29-31. Október.

Alexander Rósant Hjartarson hefur æft hjá Karatedeild Fylkis síðan hann var lítill drengur. Hann er í landsliði Karatesambands Íslands. Alexander er Íslandsmeistari í Kumite 15 ára í +63 kg flokki og hefur haft mikla yfirburði hér á landi í mörg ár. Alexander keppti á Norðurlandameistaramótinu í Stavanger núna í nóvember og náði þar 3 sæti eða bronsi. Alexander vann líka Grand Prix mótaröðina sem er haldin hér á landi en hann fór ósigraður í gegnum öll þrjú mótin sem eru í röðinni. Alexander er góður drengur sem kemur alltaf vel fyrir og er vel metin af öllum sem hann þekkja.

Auk þeirra voru eftirfarandi tilnefnd:
María Eva Eyjólfsdóttir (Fótbolti)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fótbolti)
Brynjar Ásgeir Sigurjónsson (Rafíþróttir)
Atli Fannar Pétursson (Blak)
Ísold Klara Felixdóttir (Karate)
Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen

 

 

 

Hjálparsveit Skáta í samstarfi við Fylki verður með árlega flugeldasölu í  Fylkisstúkunni dagana 28-31 desember. Þetta er mikilvæg fjáröflun fyrir báða aðila og hvetjum við alla til að versla hjá okkur !

10% afsláttur er þann 28.10 með kóðanum „fylkir2021“ !

Veistu ekki hvað á að gefa henni eða honum í jólagjöf ? Við erum með lausnina. Frábær Fylkis dúnjakki sem hentar í flestum veðurskilyrðum og í rétta litnum fyrir leikina allt árið 

Hvað er betra en að gefa flotta gjöf og styrkja félagið í leiðinni ?

Jakkinn kostar 20.000kr og er til í stærðum S – 3XL !

Pantanir berast til tomasingi@fylkir.is

Laugardaginn 10.desember skrifuðu margir af okkar efnilegustu leikmönnum undir samning við félagið. Það er fagnaðrefni að okkar öfluga yngri flokka starf
skili upp ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Flestir af þessum leikmönnum hafa þegar fengið reynslu með meistaraflokkum félagsins og staðið sig vel.

Frá vinstri:

Aron Örn Þorvarðarson er fæddur árið 2002 og er efnilegur bakvörður sem gekk nýlega upp úr öðrum flokki félagsins.

Erna Þurý Fjölvarsdóttir er fædd árið 2005 og er sóknarmaður sem steig sín fyrstu skref með meistaraflokki í Pepsi Max deildinni á nýliðinu tímabili.

Aron Snær Guðbjörnsson er fæddur árið 2004 og er gríðarlega fjölhæfur leikmaður sem getur leyst flestar stöður aftarlega á vellinum.

Rebekka Rut Harðardóttir er fædd árið 2005 og er gríðarlega efnilegur markmaður sem spilaði stórt hlutverk í öðrum og þriðja flokki félagsins.

Bjarki Steinsen Arnarson er fæddur árið 2005 og spilar aðalega sem sóknarmaður en getur þó leyst fleiri stöður á vellinum. Bjarki var nýlega í æfingarhóp U-17 ára landsliðsins.

Ómar Björn Stefánsson er fæddur árið 2004 og er virkilega efnilegur sókarmaður sem fékk sínar fyrstu mínútur í Pepsi Max deildinni í fyrra.

Helga Valtýsdóttir Thors er fædd árið 2005 og er skapandi miðjumaður sem spilaði sinn fyrsta leiki í efstu deild á nýliðnu tímabili.

Ásberg Arnar Hjaltason er fæddur árið 2005 og er gríðarlega skapandi leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum. Hann hefur verið í æfingar og keppnishópum fyrir U-17 ára landsliðið undanfarið.

Fylkir fagnar því að ungir leikmenn haldi tryggð við félagið og hlökkum við mikið til í að fylgja þessum efnilegu leikmönnum áfram.