,

Tryggðu þér miða á Herrakvöld Fylkis

Herrakvöld Fylkis verður haldið föstudaginn 20. janúar 2023 í Fylkishöll.
Veislustjórn verður í fumlausum höndum Gísla Einarssonar fjölmiðlamanns.
Ræðumaður kvöldsins verður Víðir Reynisson. Jóhann Alfreð og Jakob Birgisson sjá til þess að allir skemmti sér vel.
Húsið opnar kl. 18:30.
Glæsilegar veitingar; Þorramatur og Lambasteik
Happdrætti og málverkauppboð verður á sínum stað.
Fjölmennum á skemmtilegt og glæsilegt Herrakvöld með góðum vinum og Fylkismönnum.
Verð aðeins kr. 11.900.