Miðvikudaginn 28. maí verður haldin uppskeruhátíð fyrir iðkendur handknattleiksdeildar í Fylkishöll. Hátíðin hefst kl. 17:00 og eru iðkendur hvattir til að mæta. Í ljósi COVID verða engar hefðbundnar verðlauna-athafnir, en þjálfarar munu ávarpa iðkendur. Boðið verður svo upp á pylsur. Gætum að fyllsta öryggi og virðum fjarlægðartakmarkanir.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Búið er að opna fyrir skráningar í knattspyrnu- og tækniskólann í sumar.
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Sumarskóla Fimleikadeildar Fylkis 2020🤸♀️🤸♂️
Frábær skemmtun og afþreying fyrir börn á aldrinum 5-11 ára.
Skráningar fara fram hér: fylkir.felog.is
Meistaraflokksráð Fjölnis/Fylkis situr ekki auðum höndum. Oddný Björg Stefánsdóttir hefur skrifað undir samning við félagið. Hún er tvítugur markmaður sem kemur frá ÍR. Oddný er öflugur leikmaður og mikil styrking fyrir liðið. Hún á að baki leiki fyrir ÍR og HK.
Það eru bjartir tímar framundan hjá meistaraflokki kvenna í handbolta. Á dögunum skrifaði deildin undir samstarfssamning við Fjölni um sameiginlegan meistaraflokk kvenna. Þar segir meðal annars að „markmið samstarfsins er að bæta umgjörð meistaraflokks og styðja enn frekar við uppbyggingu kvennastarfs í félögunum“.
Frekari frétta af leikmannamálum er að vænta á næstunni.
Meistaraflokksráð kvenna í Fjölni/Fylki heldur áfram að styrkja liðið. Anna Karen Jónsdóttir hefur skrifað undir samning við félagið. Hún kemur frá norska liðinu Fjellhammer IL.
Anna Karen er gríðarlega öflug skytta sem kemur til með að styrkja liðið í vörn og sókn. Hún er er hluti af mjög sterkum 2001 árgangi í Fjellhammer IL sem hefur spilað í Lerøy landskeppninni fyrir U18 ára ásamt því að spila með varaliði meistaraflokks.
Þetta hafði hún að segja við undirskrift: „Ég ákvað að stökkva á tækifærið að koma til Íslands af því að það var spennandi. Fjölnir/Fylkir er áhugavert lið og mér leist strax vel á þjálfarateymið og umgjörðina í kringum liðið“.
Við bjóðum Önnu Karen hjartanlega velkomna og hlökkum til að sjá þig á vellinum.
Í dag mánudaginn 4.maí hefjast æfingar aftur hjá iðkendum á grunn- og leikskólaaldri.
Mikilvægt er að þeir sem eldri eru fylgi þeim fyrirmælum sem búið er að gefa út.
Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi:
- Engar fjöldatakmarkanir eru settar á iðkendur.
- Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, er leyfð.
- Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða er opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.
- Keppni og æfingar í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi eru heimil án áhorfenda.
- Hvatt er til sérstaks hreinlætis og handþvottar.
Íþróttastarf fullorðinna:
- Mest eru sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við 2000 fermetra.
- Mest eru fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við 800 fermetra.
- Notkun búningsaðstöðu innanhúss er óheimil.
- Hvatt er til að tveggjametra nándarreglan verði virt.
- Keppni í íþróttum fullorðinna er óheimil nema ef hægt er að uppfylla skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda.
- Sundæfingar fyrir fullorðna er að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun búnings- og sturtuaðstöðu er leyfð.
- Áfram er hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.
Heilbrigðisráðherra birti nýja auglýsingu á takmörkun á samkomum þann 21. apríl sl. Tekur hún gildi í dag og gildir til 1. júní nk. Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls.
ÍSÍ gleðst yfir því að starfsemi íþróttahreyfingarinnar hefjist að nýju og hvetur fólk til að halda áfram að fylgjast með vefsíðu Embættis landlæknis og Covid.is og vera í sambandi ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna.
Starf knattspyrnudeildar félagsins hefst aftur á nýjan leik mánudaginn 4.maí. Æfingatafla flokkanna hefur lítillega breyst og getið þið séð þær breytingar hérna á heimasíðunni.