Vegna þeirrar óvissu sem komið hefur upp í dag varðandi æfingar þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri.

Beðið er eftir samræmdum reglum og leiðbeiningum frá íþróttaforystunni og er von á þeim fljótlega.  Meðan staðan er þessi þá gætu einstakar æfingar fallið niður og munu þá þjálfarar láta vita af því.

Hvað varðar íþróttastarfsemi félagsins þá gilda eftirfarandi reglur sem heilbrigðisráðherra hefur gefið út.  Reglurnar gilda til 19.október

  • Nálægðarmörk 2 metrar: Nálægðarmörk verða 2 metrar. Það á einnig við í öllum skólum, að undanskildum börnum fæddum 2005 og síðar.
  • Íþróttastarfsemi barna sem eru fædd 2005 og síðar er  Allar æfingar fyrir þennan aldur verða því með óbreyttu sniði.  Beinum því reyndar til foreldra að láta börnin mæta eins mikið tilbúin og hægt er.  Fækkum sameiginlegum snertifletum.  Hér er bæði um að ræða æfinga innan- og utandyra.
  • Hefðbundið íþróttastarf innandyra fyrir iðkendur fædda 2004 og eldri fellur niður og munu þjálfarar vera í sambandi við sína hópa um starfið næstu daga og vikur. Hér er um að ræða æfingar 16 ára og eldri í handbolta, fimleikum, karate, rafíþróttum og blaki.
  • Knattspyrnuæfingar utandyra geta farið fram með hefðbundnum hætti.
  • Hvað varðar keppnisviðburði þá eru allar keppnir bannaðar hjá iðkendum fæddum 2005 og yngri þar sem hætta er á blöndun hópa umfram hefðbundnar æfingar eru óheimilir.
  • Keppni í knattspyrnu utandyra er heimil hjá iðkendum fæddum 2004 og eldri.
  • Nálægðar- og fjöldamörk: Líkt og áður gilda nálægðar- og fjöldamörk ekki um börn fædd 2005 og síðar.
  • Íþróttir utandyra: Íþróttir utandyra eru heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu og sitja í merktum sætum. Vegna viðburða hjá Fylki þá skal leita upplýsinga um viðkomandi viðburð þar sem einhverjir atburðir verða án áhorfenda.
  • Þess ber þó að geta að einstaka æfingar geta fallið niður næstu daga vegna þessa ástands og munum þjálfarar hópanna þá láta iðkendur vita.

Félagið beinir því til foreldra og stuðningsmanna að fara ekki inn í íþróttamannvirki félagsins nema nauðsyn sé.  Hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst (fylkir@fylkir.is) varðandi erindi sem geta ekki beðið.

Það er gríðarlega mikilvægt að við tökum öll þátt í þessu saman og vöndum okkur.

 

Leikur hjá stelpunum í kvöld.
Pepsí Max kvenna
Fylkir – KR kl 19:15
Því miður engir áhorfendur á leiknum en sendum stelpunum góða strauma.
Gangi ykkur vel stelpur.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Tveimur leikjum Fylkis í Pepsi Max deild kvenna frestað - Knattspyrnusamband Íslands
Næstu leikir í Pepsí Max.
Lau. 03.10.2020 Kl 14:00
Pepsi Max deild kvenna
Samsungvöllurinn
Stjarnan – Fylkir
Sun. 04.10.2020 Kl 19:15
Pepsi Max deild karla
Kópavogsvöllur
Breiðablik – Fylkir
Mætum og styðjum Fylki.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Bikarúrslit á sunnudag kl 11:30.
3fl.kvenna
WÜRTH VÖLLURINN
Fylkir – ÞÓR/KA

Yfirlýsing frá Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis

Vegna grófra ummæla Rúnars Kristinssonar þjálfara KR í viðtölum á Stöð 2 og fótbolta.net eftir leik KR og Fylkis s.l. sunnudag langar okkur að koma eftirfarandi á framfæri

Okkur var verulega brugðið þegar þjálfari KR viðhafði fordæmalausan óhróður um leikmann Fylkis, Ólaf Inga Skúlason og vændi leikmanninn og liðið allt um að stunda ítrekað svindl og svínarí í gegnum tíðina í viðtölum eftir leik liðanna. Fleiri miður falleg og einstaklega ósvífin orð voru látin falla sem verða ekki tíunduð hér en eru þjóðinni kunn og eru honum og félaginu KR til háborinnar skammar.

Rétt er að taka fram að það er partur af leiknum að vera ósammála um atvik í leikjum eða frammistöðu leikmanna og dómara og hafa á þeim sterkar skoðanir.   Þau ummæli sem hér um ræðir voru hins vegar einstaklega persónulegar ærumeiðingar sem að mati okkar Fylkismanna fóru langt út fyrir þau velsæmismörk sem eðlilegt er að setja bæði til að vernda leikmenn og starfsmenn leikja.    Slík mörk eru ekki síður mikilvæg til að viðhalda virðingu leiksins og sýna ábyrgð út á við af þeim sem eru sterkar fyrirmyndir margra og ekki síst barna og ungmenna.

Við hjá knattspyrnudeild Fylkis höfum haft miklar mætur á Rúnari Kristinssyni sem á einstaklega glæsilegan knattspyrnuferil að baki jafnt með félagsliðum og landsliðum þar sem hann hefur iðulega komið fram af prúðmennsku.    Hefur hann sem þjálfari jafnframt iðulega komið vel fram í fjölmiðlum og verið málefnalegur, agaður og hófstilltur.   Af þessum ástæðum svíður það enn meir að hann skuli viðhafa þessi bersýnilegu röngu og meiðandi ummæli um leikmann okkar og lið enda er hlustað á hann og tekið mark á honum.

Eftir stendur hins vegar að flestir þeir hlutlausu sérfræðingar sem hafa tjáð sig um umrætt atvik eru sammála um að ákvörðun dómara hafi verið rétt.  Jafnframt hefur enginn tekið undir ummæli þjálfarans um óheiðarleika og svindl af hálfu umrædds leikmanns né hafa verið sett fram dæmi sem styðja þessi ummæli.   Það eru hins vegar til nýleg dæmi þar sem að Rúnar hrósaði leikmanni sínum eftir að leikmaðurinn viðurkenndi að hafa „fiskað“ annan leikmann af velli með leikaraskap.   Framangreind ummæli Rúnars dæma sig því sjálf.   Hið rétta er eins og allir vita sem til þekkja að Ólafur Ingi Skúlason er frábær leikmaður og persónuleiki bæði innan og utan vallar sem á glæsilegan feril að baki bæði með félagsliðum og íslenskum landsliðum.  Hann getur verið fastur fyrir á vellinum en hann er langt frá því að vera óheiðarlegur leikmaður eða svindlari.

Forráðamenn Fylkis hafa ávallt lagt sig fram við að eiga gott samstarf við KR og hefur það oftast gengið eftir.  Stuðningsmenn þeirra eru einstakir og okkur hlakkar alltaf til komu þeirra í Árbæinn.   Það er hins vegar miður að KR hefur ekki séð ástæðu til að biðjast afsökunar eða með öðrum hætti að bera klæði á vopnin.   Með þessu er þetta stórveldi í íslenskri knattspyrnu að setja ný háttsemis- og samskiptaviðmið.

Við Fylkismenn höfum hins vegar ákveðið að setja þetta mál aftur fyrir okkur með þessari yfirlýsingu og munum þess í stað einbeita okkur að leiknum sjálfum og þeim fjölmörgu verkefnum sem þessir fordæmalausu tímar hafa lagt á íþróttahreyfinguna.  Þannig stuðlum við best að öflugu starfi knattspyrnudeildar Fylkis bæði í meistaraflokkum karla og kvenna og í yngri flokkum þar sem við munum áfram leggja áherslu á háttvísi innan og utan vallar.

Í framangreindu ljósi hefur stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis ákveðið að senda ekki inn kæru til Aga- og úrskurðarnefdar KSÍ vegna þessara ummæla þjálfarans en láta þess í stað KSÍ það eftir að taka þetta mál til skoðunar með það fyrir augum að standa vörð um háttvísi íslenskrar knattspyrnu og setja umræðunni takmörk.

 

Máli þessu er hér með lokið af okkar hálfu.

 

Fyrir hönd Knattspyrnudeildar Fylkis

Kjartan Daníelsson

Fyrstudeildarlið kvenna sækir Ými heim í Fagralund í dag kl.17.30.

Karlarnir í Mizunodeildinni etja svo kappi við Þrótt Nes á Neskaupstað á morgun kl.14

Áfram Fylkir.

Æfingar í barna- og unglingablaki hefjast miðvikudaginn 30. september í Árbæjarskóla.

Æfingar verða sem hér segir:
Mánudaga kl. 16:30-18
Miðvikudaga kl. 17-18

Næsti leikur hjá strákunum.
WURTH völlurinn
Fylkir – Víkingur
Fimmtudagur kl 19:15
Nú fer öll miðasala fram í gegnum STUBB, miðasala er hafin.
HÓLF 1 STUÐNINGSMENN FYLKIS, eingöngu árskort. Muna að mæta með kortið.
HÓLF 2 STUÐNINGSMENN FYLKIS MIÐJA, sala í gegnum STUBB
HÓLF 3 STUÐNINGSMENN VÍKINGS NORÐURENDI, sala í gegnum STUBB
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Skemmtilegt haust framundan:

MEBA-bikarmót Fylkis 2020

Fylkir mun standa fyrir mótum fyrir yngri flokka á næstu vikum.
Þjálfarar flokka hjá Fylki munu koma með nánari upplýsingar til iðkenda þegar nær dregur 🙂

Leiktíðin í blaki hefst hjá Fylki með heimaleikjum bæði hjá meistaraflokki karla og 1. deild kvenna.

Kl. 13:00 í Fylkishöll
1. deild kvenna
Fylkir – Völsungur

Kl. 19:00 í Fylkishöll
Meistaraflokkur karla
Fylkir – KA

Fylkisfólk og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og hvetja sitt fólk til sigurs.
Áfram Fylkir!