8 verðlaun á Grand Prix

Um síðustu helgi fór fram annað Grand Prix mót ársins í karate.

Fylkir sendi frá sér keppendur og eins og venjulega stóðu þau sig frábærlega!
Fylkir hreppti fjögur gull, eitt silfur og þrjú brons.
Sannarlega frábær árangur hjá þessum efnilega hóp!

Þá voru Ísold og Sammi mætt sem þjálfarar en þau voru að spreyta sig í því hlutverki í fyrsta skipti fyrr á árinu.

#viðerumÁrbær

 

 

 

Tveir Fylkismenn í A landsliðinu !
Gaman að segja frá því að Fylkir átti tvo fulltrúa í Íslenska landsliðinu í blaki á CEV SCA móti í Færeyjum sem fór fram um helgina.
Það voru þeir Atli Fannar Pétursson og Kristinn Freyr Ómarsson og stóðu þeir sig með mikilli prýði,
meðal annars var Kristinn valinn í draumalið mótsins sem besti frelsingi mótsins🖤 🧡

Aðalfundur Íþróttafélagsins Fylkis verður miðvikudaginn 18.maí í samkomusal Fylkishallar kl. 19:30.

Dagskrá:

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins

Önnur mál

 

Aðalstjórn Fylkis

Ársreikningur

Ársreikningur

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Daði Ólafsson hefur framlengt samning sinn við Fylki til ársins 2024.
 
Daði hefur leikið 188 leiki fyrir Fylkir og skorða í þeim 13 mörk. Daði sem yfirleitt gengur undir gælunafninu Herra Fylkir hefur nánast allan sinn feril leikið fyrir Fylki fyrir utan stuttan tíma á láni hjá ÍR.
 
Fylkismenn geta glaðst yfir þessum tíðindum og hlökkum við til að sjá Daða á vellinum í sumar
 
📸. Hafliði Breiðfjörð

Hrikalega skemmtilegur dagur í dag þegar stelpur úr yngri flokkum Fylkis mættu á opna æfingu með meistaraflokki félagsins. Veðrið lék svo sannarlega við þessa 150 iðkendur sem mættu og aðstæður voru frábærar á WURTH vellinum i dag.

Hægt er að skoða skemmtilegt myndskeið frá deginum á tiktok aðgangi meistaraflokks Fylkis; (https://www.tiktok.com/@fylkirmflkvk).

Æfingin endaði síðan á fjölmennesta stórfiskaleik sem haldin hefur  verið í Árbænum í mörg ár og að sjálfsögðu grilluðum pylsum.

Takk fyrir daginn stelpur, þetta var frábært!

#viðerumÁrbær

 

 
Theodór Ingi leikmaður 3.flokks karla hjá Fylki er þessa dagana til reynslu hjá Ítalska félaginu Venezia FC en æfingar fara fram daganna 18 – 25.apríl
 
Teddi sem spilar iðulega sem framherji skrifaði undir sinn fyrsta samning við félagið nýlega, og er félagið gríðarlega spennt fyrir framtíð þessa unga og efnilega leikmanns.
 
Þetta er frábært tækifæri fyrir hann að sýna sig og upplifa hvernig það er að æfa í atvinnumannaumhverfi.
Það geður okkur að tilkynna að Ólafur Kristófer Helgason hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024.
 
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Óli verið mikilvægur partur af meistaraflokki undanfarin ár. Hann hefur leikið 45 leiki fyrir Fylki og Elliða ásamt því að leika 18 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
 
Við fögnum þessum góðu fréttum og hlökkum til að fylgjast með honum í sumar þar sem hann verður í lykilhlutverki í meistaraflokki félagsins !
 
#viðerumÁrbær

Stuðningsyfirlýsing Knattspyrnudeildar Fylkis við Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi stjórnarmann KSÍ

 

Í framhaldi af ársþingi KSÍ sem haldið var 26. febrúar síðastliðinn og þeirri umræðu sem átti sér stað á þinginu sjálfu, auk umræðu í aðdraganda þingsins sem teygir sig aftur til haustsins 2021, um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, vill Knattspyrnudeild Fylkis koma eftirfarandi á framfæri:

Það var á sínum tíma gæfa fyrir Knattspyrnudeild Fylkis og félagið í heild sinni þegar Ásgeir Ágeirsson gaf færi á sér til starfa fyrir deildina, fyrst á vettvangi Barna- og unglingaráðs, síðar sem formaður meistaraflokksráðs karla og svo um margra ára skeið sem formaður deildarinnar ásamt sæti í aðalstjórn.

Auk þessara starfa gaf Ásgeir síðar færi á sér til trúnaðarstarfa fyrir knattspyrnuna á Íslandi, bæði sem formaður ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) og víðar. Frá árinu 2019 sat Ásgeir í stjórn KSÍ þar til hann sagði sig úr stjórninni í lok ágúst 2021 eftir ÍTF, formenn aðildarfélaga ÍTF auk nokkurra félaga úr neðri deildum höfðu hvatt stjórn og framkvæmdastjóra KSÍ til að axla ábyrgð.

Okkur þykir leitt að sú atburðarrás sem fór af stað í kjölfarið hafi beinst persónulega gegn Ásgeiri og öðrum almennum stjórnarmönnum KSÍ þar sem þeim var ætlað að hafa vitneskju um atburði sem þeir höfðu ekki. Í því samhengi er sérstaklega bent á skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem gerði úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. Lokaskýrsla úttektarnefndarinnar var kynnt 7. desember 2021 þar sem m.a. kom skýrt fram að almennir stjórnarmenn KSÍ hafi ekki vitað um þau mál sem til umfjöllunar voru í skýrslunni og stjórn KSÍ því hreinsuð af þeim ásökunum sem á hana voru bornar (Kastljós 9. desember 2021).

Öll störf sem Ásgeir hefur tekið að sér á vettvangi Fylkis í gegnum tíðina hefur hann innt af hendi af miklum dugnaði, heilindum og ósérhlífni. Við erum viss um að það sama gildir um allt hans framlag til íslenskrar knattspyrnu, þ.m.t. störf hans á vettvangi KSÍ. Við viljum taka skýrt fram að Ásgeir nýtur fulls og óskorðaðs trausts Knattspyrnudeildar Fylkis og það er von okkar að íslensk knattspyrna fái áfram notið hans öflugu starfskrafta í framtíðinni.

Knattspyrnudeild Fylkis vill að lokum taka það fram að við höfnum öllu ofbeldi í hvaða mynd sem það er og að við styðjum brotaþola.

Virðingarfyllst,

Fh. Knattspyrnudeildar Fylkis

Arnar Þór Jónsson, formaður

 

Það er svo sannarlega hægt að segja að karate fólkið okkar hafi staðið sig vel á opna Sænska mótinu sem fram fór um liðna helgi. Þar fengu keppendur að spreyta sig á nýrri tækni og nýjum andstæðingum sem gaf mikla og góða reynslu.
 
Einnig fór hópurinn heim með þrjú verðlaun af mótinu.
Samuel Josh Ramos vann silfur í -67kg senior flokki karla
Ólafur Engilbert Árnason vann silfur í -75kg flokki karla
Alexander Rósant Hjartarson vann brons í -68kg flokki í cadet karla
 
Við óskum þeim til hamingju með verðlaunin og hlökkum til að fylgjast með framgangi þessa efnilega fólks í framtíðinni !
 
#viðerumÁrbær !