,

Theodór Ingi á reynslu hjá Venezia FC

 
Theodór Ingi leikmaður 3.flokks karla hjá Fylki er þessa dagana til reynslu hjá Ítalska félaginu Venezia FC en æfingar fara fram daganna 18 – 25.apríl
 
Teddi sem spilar iðulega sem framherji skrifaði undir sinn fyrsta samning við félagið nýlega, og er félagið gríðarlega spennt fyrir framtíð þessa unga og efnilega leikmanns.
 
Þetta er frábært tækifæri fyrir hann að sýna sig og upplifa hvernig það er að æfa í atvinnumannaumhverfi.