,

Gleðilegt sumar frá meistaraflokki kvenna!

Hrikalega skemmtilegur dagur í dag þegar stelpur úr yngri flokkum Fylkis mættu á opna æfingu með meistaraflokki félagsins. Veðrið lék svo sannarlega við þessa 150 iðkendur sem mættu og aðstæður voru frábærar á WURTH vellinum i dag.

Hægt er að skoða skemmtilegt myndskeið frá deginum á tiktok aðgangi meistaraflokks Fylkis; (https://www.tiktok.com/@fylkirmflkvk).

Æfingin endaði síðan á fjölmennesta stórfiskaleik sem haldin hefur  verið í Árbænum í mörg ár og að sjálfsögðu grilluðum pylsum.

Takk fyrir daginn stelpur, þetta var frábært!

#viðerumÁrbær