,

Ólafur Kristófer framlengir samning sinn !

Það geður okkur að tilkynna að Ólafur Kristófer Helgason hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024.
 
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Óli verið mikilvægur partur af meistaraflokki undanfarin ár. Hann hefur leikið 45 leiki fyrir Fylki og Elliða ásamt því að leika 18 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
 
Við fögnum þessum góðu fréttum og hlökkum til að fylgjast með honum í sumar þar sem hann verður í lykilhlutverki í meistaraflokki félagsins !
 
#viðerumÁrbær