Olgeir er Eyjamaður en hefur helst gert garðinn frægan með Breiðablik. Þar var hann í eina liði Blika sem hampað hefur Bikarmeistaratitli 2009 og Íslandsmeistaratitlinum 2010.
Hann spilaði 321 meistaraflokksleik fyrir Breiðablik og skorað í þeim 39 mörk. Hann lék einnig 17 leiki fyrir ÍBV og 22 fyrir Völsung og skorað í þeim 1 mark.
Olgeir var aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki Breiðabliks 2017 og þjálfari 2. flokk Kópavogsliðsins 2017 – 2021.
Samningur Olgeirs við Fylki er 2 ár með möguleika á framlengingu um 1 ár til viðbótar.
Fylkir býður Olgeir velkominn í Árbæinn

Tómas Ingi yfirmaður knattspyrnumála handsalar samning við Olgeir

Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt

 

Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.

Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.

Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

 

Ferlið er auðvelt:

1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.

Upplýsingar deilda:

Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493

Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300

Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805

Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817

Körfuknattleiksdeild 480294-2389,  0515-26-480294

Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496

Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402

Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdarstjóri félagsins (hordur@fylkir.is)

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

Búið er að draga í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar 2022 og má sjá niðurstöðuna í meðfylgjandi vinningarskrá.

Þau sem eru með vinningsmiða mega senda tölvupóst á Hörð framkvæmdarstjóra á netfangið hordur@fylkir.is

Nýárshappadrætti Fylkis útdráttur 03.02.2022

 

Okkur vantar öflugan aðila inn í meistaraflokksráð kvenna. Skemmtilegt tækifæri til þess að taka þátt í starfi félagsins og skapa góða umgjörð fyrir stelpurnar okkar. Spennandi tímabil framundan og næg verkefni.
Áhugasamir hafi samband við Júlíus Örn / juliusorn@outlook.com
 
#viðerumÁrbær
Útdrætti í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis hefur verið frestað til 3.febrúar vegna óviðráðanlegra orsaka.
 
En er hægt að tryggja sér miða í gegnum netverslun og vinna stórkoslegt málverk eftir Tolla en slóðina má finna hér að neðan ?
https://www.sportabler.com/shop/fylkir/fotbolti
 
#viðerumÁrbær
Komdu í handbolta !
 
Handknattleiksdeild Fylkis býður krökkum úr hverfinu að koma og prófa handbolta frítt í 2 vikur.
 
,,Ég hvet alla krakka til að koma og prófa handbolta, þetta er allra skemmtilegasta íþrótt sem ég hef stundað og leiðin á toppinn er styttri en þú heldur“ segir
Árbæringurinn og Fylkismaðurinn Bjarki Már Elísson lykilmaður Lemgo og Íslenska landsliðsins, en hann hóf sinn handboltaferil í Fylki og orðinn ein allra besti leikmaður heims í sinni stöðu.
 
Allar upplýsingar um æfingatíma og þjálfara má finna hér: https://fylkir.is/handbolti/
 
#viðerumÁrbær

Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis er í fullum gangi en dregið verður í því 26.janúar n.k. Það eru enn til miðar til sölu og hvetjum við alla til að tryggja sér miða sem fyrst og styrkja félagið.

Vinnigar eru ekki af verri endanum en í fyrsta vinning er málverk frá Tolla að verðmæti 700.000 ásamt því að hægt er að vinna Iphone 13, Samsung Galaxy, Playstation 5 og fleiri frábæra vinninga.

Til að tryggja sér miða er hægt að smella hér.

 

                                                     

 

 

 

https://www.sportabler.com/shop/fylkir/fotbolti

Rafíþróttadeild Fylkis kynnir æfingahópana fyrir tímabilið Vor 2022!
Opnað hefur verið fyrir skráningar á sportabler síðu Fylkis – sportabler.com/shop/fylkir/rafithrottir
Nánari upplýsingar um hvern og einn æfingarhóp má finna hér: https://fylkir.is/rafithrottir_hopar/
Æfingatímabilið er frá 7. Febrúar til 11. Júní. (Uppfærðar dagsetningar)
Á æfingum hjá Rafíþróttadeild Fylkis er lögð áhersla á jákvæða tölvuleikjaspilun, líkamlega og andlega heilsu og liðsheild. Iðkenndur hita upp og stunda líkamlegar hreyfingu, læra heilbrigða spilunarhætti og vinna saman sem lið.
Æfingatöfluna er að finna á heimasíðu Fylkis https://fylkir.is/raf_aefingatafla/
Við minnum á að hægt er að nýta frístundastyrkinn uppí æfingagjöldin.
Hámark eru 10 í hverjum æfingahóp en ef ekki næst lágmarks iðkendafjöldi er möguleiki að að þær æfingar falli niður.
Við hvetjum forráðamenn til að skrá börnin á biðlista ef æfinga hópurinn er fullur því við munum eftir fremsta megni bæta við hópum ef eftirspurnin er mikil.
Iðkendur þurfa að eiga aðgang að þeim leik sem á að iðka, Fylkir sér annars fyrir öllum öðrum æfingatækjum en auðvitað má koma með sinn eiginn búnað eins og t.d. Lyklaborð eða mús.
Allar æfingar eru kenndar á PC borðtölvum nema FIFA en þar verður spilað á PS4.
Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI.
Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þann leik sem hann hefur verið skráð á æfingar fyrir.

Það er því miður ennþá ákveðin veira að trufla okkar starf hjá Fylki og því miður þarf að fresta Herrakvöldi Fylkis sem átti að vera 21. janúar um óákveðinn tíma. Stefnt er að því að halda skemmtilegan viðburð þegar hægt er.

Sala miða í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis hófst í desember og verður dregið þann 26. janúar n.k. Við eigum ennþá talsvert af miðum til sölu fyrir áhugasamt Fylkisfólk og alla hina. Hægt er að kaupa miða á heimasíðu Fylkis. Vinningarnir eru sérlega glæsilegir í ár sem endranær og kannski verður Tolla málverk hengt upp hjá einhverjum ykkar. Þú getur tryggt þér miða hér.

Svo í Mars munum við halda okkar vinsæla Málverkauppboð, það verður auglýst nánar þegar nær dregur á heimasíðu okkar sem og helstu miðlum.

 

Látið okkur sjá um að sækja jólatréð og styrktu okkar góða starf í leiðinni !