Íþróttafélagið Fylkir óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þökkum öllum þeim sem komið hafa að starfinu síðasta árið fyrir samstarfið með von um áframhaldandi samstarf á árinu 2021.

Opnunartími Fylkishallar og Fylkissels um jólin má sjá með því að klikka á hlekkinn hér fyrir neðan.

Opnunartími um jól og áramót 2020

Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis var endurkjörin á aðalfundi deildarinnar 10. desember.  Í stjórninni eru þau Arnar Þór Jónsson, Júlíus Örn Ásbjörnsson, Ragnar Páll Bjarnason, Stefanía Guðjónsdóttir ásamt Kjartani Daníelssyni sem var kosinn formaður. Vegna samkomutakmarkana fór fundurinn fram rafrænt undir styrkri stjórn fundarstjórans Viðars Helgasonar.  Fyrir utan stjórnarkjörið var flutt skýrslar stjórnar og farið yfir fjárhagsmál deildarinnar en þeirri umræðu var svo frestað fram á næsta ár þegar aðalfundur félagsins fer fram.  Fjölmargir Fylkisfélagar fylgdust með fundinum við þessar sérstöku aðstæður.

Aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis verður á fimmtudaginn næsta 10.desember 2020 kl:20:00.

Dagskrá fundarins verður hefðbundin samkvæmt lögum félagsins.

Vegna þeirra samkomutakmarkana sem eru í gildi þá fer fundurinn fram rafrænt í gegnum Teams forritið.

Þeir Fylkisfélagar sem vilja fylgjast með og taka þátt í fundinum þurfa að senda tölvupóst á fylkir@fylkir.is fyrir kl. 13:00 fimmtudaginn 10.des.  Í póstinum þarf að koma fram fullt nafn og kennitala.

Klukkan 15:00 á fimmtudaginn verður svo sent út fundarboð með hlekk á fundinn.

Allar frekari upplýsingar veitir Hörður Guðjónsson framkvæmdarstjóri Fylkis í síma 861-3317 eða í gegnum netfangið hordur@fylkir.is

Jón Vilhálmsson lést á líknardeild Landsítalans föstudaginn 13. nóvember. Úförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 23. nóvember kl. 13 og verður streymt af : youtu.be/JLunPCX_xik .

Foreldrar sem eru tilbúnir til að fórna tíma sínum fyrir heildina eru ekki á hverju strái. Slíkir einstaklingar eru dýrmætir fyrir félagasamtök eins og Fylki.  Jón var slíkur einstaklingur, einn af þeim sem var óhræddur við að taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið og gerði það vel og um langt árabil. Hann var ötull stuðningsmaður félagsins og byrjaði að taka þátt í störfum foreldraráða eins og svo margir fórnfúsir foreldrar gera. Árið 2007 tók hann að sér gjaldkerastöðu BUR eða Barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar. Eftir nokkur ár í því hlutverki, sem er ærið, tók hann að sér formennsku í ráðinu og gegndi því í þrjú ár. Sem slíkur sat hann í stjórn Knattspyrnudeildar til loka árs 2012. Störf hans fyrir félagið voru ómetanleg, hvort sem það var utanhald um einstakar fjáraflanir, innheimta æfingagjalda eða rekstraráætlanir, allt var unnið að mikilli nákvæmni og fagmennsku. Hann hafði sterkar skoðanir á hvernig best yrði haldið utanum hlutina og fékk þar ýmsu framgegnt.

Jón fékk afhent silfurmerki félagsins árið 2010 fyrir vel unnin störf.

 

Andlát Jóns Vilhjálmssonar kom okkur  í stjórn deildarinnar í opna skjöldu.  Hann var oft á vappi í kringum völlinn s.l. ár til að fylgjast með leikjum Villa og var þá spjallað í léttum dúr um heima og geima og deildina sem er okkur svo kær. Tíminn flýgur og á tímum Covid er fólk að hittast minna og því urðu samverustundir ekki fleiri.

Jóns Vilhjálmsonar verður sárt saknað af Fylki.

Elsku Rósa, Vilhjálmur, Svavar og Erna Dís og barnabörn, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur við fráfall Jóns.

Fyrir hönd Knattspyrnudeildar Fylkis

Kjartan Daníelsson, formaður

Vegna reglna í skólum hverfisins varðandi fjölda og þrif þá breytast æfingartímar lítillega í íþróttahúsum skólanna næstu vikur.

Árbæjarskóli
Mánudagar 16:30-18:00 Barnablak
Þriðjudagar 16:00-16:50 8.karla í fótbolta yngri
Þriðjudagar 17:10-18:00 8.karla í fótbolta eldri
Miðvikudagar 17:00-18:00 Barnablak
Fimmtudagar 16:00-16:50 7.kvenna í fótbolta
Fimmtudagar 17:10-18:00 8.kvenna

Norðlingaskóli
Mánudagar 16:00-17:00 7.kvenna í handbolta
Mánudagar 18:00-19:00 8.kvenna í fótbolta
Þriðjudagar 16:00-16:50 7.karla í handbolta
Þriðjudagar 17:10-18:00 8.kvenna/8.karla í handbolta
Miðvikudagar 17:00-17:50 8.kvenna/8.karla í handbolta
Miðvikudagar 18:10-19:10 5.karla í fótbolta
Fimmtudagar 16:00-16:50 7.karla í handbolta (yngri)
Fimmtudagar 17:10-18:00 7.kvenna í handbolta
Fimmtudagar 18:20-19:10 7.karla í handbolta (eldri)
Föstudagar 16:00-16:50 8.karla í fótbolta (eldri)
Föstudagar 17:10-18:00 8.karla í fótbolta (yngri)

Viljum vekja athygli forráðamanna barna í íþróttum að meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna.

Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings,

hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020.

https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs

Æfingar barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti frá og með 18.nóvember.  Æfingatöflur vetrarins taka þá gildi í öllum greinum og geta því iðkendur mætt í sína tíma. Í einhverjum tilfellum þarf að skipta upp hópum vegna fjöldatakmarkana og þá munu þjálfarar senda það sérstaklega út til iðkenda.  Einhver seinkun gæti orðið á opnun íþróttahúsa Norðlingaskóla og Árbæjarskóla og munu þjálfarar koma þeim upplýsingum til iðkenda.  Vinsamlegast setjið ykkur í samband við þjálfara hópsins/flokksins ef þið hafið ekki fengið neinar upplýsingar.

Frá ÍSÍ: Uppfærðar reglur um samkomutakmarkanir frá 18. nóvember

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi 18. nóvember og hafa þær gildistíma til 1. desember. Heilbrigðisráðuneyti hefur birt upplýsingar um reglugerðina, til viðbótar við það sem áður hafði verið birt og m.a. hefur verið ákveðið að grímuskylda eigi ekki við um börn í 5.-7. bekk.

 

Frá miðvikudeginum 18. nóvember gildir því eftirfarandi:

  • Æfingar barna á leik- og grunnskólaaldri f. 2005 og síðar eru heimilar jafnt úti sem inni, það á einnig við um sundæfingar.
  • Ekki þarf að halda sömu hópaskiptingu í íþróttastarfi eins og er í grunnskólastarfi.
  • Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi.
  • Leikskólabörn og börn í 1.-4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.-10. bekk að hámarki 25. saman
  • Grímuskylda þjálfara gildir gagnvart börnum í 8.-10. bekk sé ekki mögulegt að viðhafa 2m fjarlægðarreglu.
  • Börn í 1.-7. bekk eru undanþegin grímuskyldu, sé ekki unnt fyrir börn í 8.-10. bekk að viðhafa 2m fjarlægðarreglu utan æfingasvæðis ber þeim að nota grímu.

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25. Hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nándar.  Gert er ráð fyrir að hægt verði að draga enn frekar úr samkomutakmörkunum í byrjun desember.

Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman.

Í skólastarfi og íþróttastarfi á framhaldsskólastigi verður heimilt að vera með að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð.

Breytingar á reglugerðum um takmarkanir á samkomum og skólahaldi vegna farsóttar taka gildi 18. nóvember. Gildistími reglugerðanna er til og með 1. desember næstkomandi.

Nánari upplýsingar um æfingarnar munu þjálfarar senda út til sinna iðkenda fyrir 18.nóvember.

Andrés Már leggur skóna á hilluna.
Leikjahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild, Andrés Már Jóhannesson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Andrés hefur reynst Fylki frábærlega, spilað 191 leik í efstu deild og þjónað sínu félagi vel.
Andrés spilaði einn A landsleik og 14 leiki með yngri landsliðum.
Við viljum þakka Andrési fyrir hans frábæra feril hjá félaginu og hans framlag til félagsins og óskum honum góðs gengis í framtíðinni.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA