,

Andrés Már leggur skóna á hilluna.

Andrés Már leggur skóna á hilluna.
Leikjahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild, Andrés Már Jóhannesson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Andrés hefur reynst Fylki frábærlega, spilað 191 leik í efstu deild og þjónað sínu félagi vel.
Andrés spilaði einn A landsleik og 14 leiki með yngri landsliðum.
Við viljum þakka Andrési fyrir hans frábæra feril hjá félaginu og hans framlag til félagsins og óskum honum góðs gengis í framtíðinni.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA