Nú er sumarið á næsta leyti og langar okkur að virkja iðkendur félagsins í því að kynna starf Knattspyrnudeildar Fylkis fyrir þeim sem ekki hafa prófað hjá okkur æfingar.
Fyrirkomulagið er einfalt, iðkendur fara inn í skólana og hvetja vini eða vinkonu sína þar sem ekki eru að æfa til þess að koma með sér á æfingu.
Þeir sem koma með iðkanda fá glaðning frá Knattspyrnudeild Fylkis.
8 verðlaun á Grand Prix
Um síðustu helgi fór fram annað Grand Prix mót ársins í karate.
Fylkir sendi frá sér keppendur og eins og venjulega stóðu þau sig frábærlega!
Fylkir hreppti fjögur gull, eitt silfur og þrjú brons.
Sannarlega frábær árangur hjá þessum efnilega hóp!
Þá voru Ísold og Sammi mætt sem þjálfarar en þau voru að spreyta sig í því hlutverki í fyrsta skipti fyrr á árinu.
#viðerumÁrbær
Aðalfundur Íþróttafélagsins Fylkis verður miðvikudaginn 18.maí í samkomusal Fylkishallar kl. 19:30.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins
Önnur mál
Aðalstjórn Fylkis
ÁrsreikningurÁrsreikningur
Hrikalega skemmtilegur dagur í dag þegar stelpur úr yngri flokkum Fylkis mættu á opna æfingu með meistaraflokki félagsins. Veðrið lék svo sannarlega við þessa 150 iðkendur sem mættu og aðstæður voru frábærar á WURTH vellinum i dag.
Hægt er að skoða skemmtilegt myndskeið frá deginum á tiktok aðgangi meistaraflokks Fylkis; (https://www.tiktok.com/@fylkirmflkvk).
Æfingin endaði síðan á fjölmennesta stórfiskaleik sem haldin hefur verið í Árbænum í mörg ár og að sjálfsögðu grilluðum pylsum.
Takk fyrir daginn stelpur, þetta var frábært!
#viðerumÁrbær