Knattspyrnudeild Fylkis hefur gefið út nýjan leikmannabækling fyrir tímabilið 2023. Þar má finna kynningu á öllum leikmönnum meistaraflokkana ásamt viðtölum við þjálfara og fyrirliða.
Við hvetjum alla til að kíkja á bæklinginn.
Strákarnir okkar fá Keflavík í heimsókn í fyrsta leik sumarsins í Bestu deildinni á mánudaginn kemur þann 10.apríl og hefst leikurinn 14:00
Fylkisborgararnir frægu verða á sínum stað
Candy floss til sölu fyrir börnin
Tekk stofan og Víking stofan opna 13:00
Við hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á okkar mönnum !
Einnig viljum við minna á árskortasöluna, hún er ennþá í fullum gangi á Stubb og heimasíðu félagsins !
Sjáumst á vellinum
Happy Hour kI.19:00-20:00
Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00
Hver verður heiðurskonan 2023
Borðskreytingarkeppni – Verðlaun veitt fyrir flottasta borðið
Dætur, mæður, ömmur, systur, frænkur og vinkonur, tökum okkur saman, fylkjum liði og skemmtum okkur saman i frábærum félagsskap!
Knattspyrnudeild Fylkis og Rinat á Íslandi hafa gert á milli sín samsstarfssamning um markmannsvörur.
Rinat er mexíkóst merki sem sérhæfir sig í markmannshönskum og öðrum vörum fyrir markmenn. Rinat hefur notið gífurlegra vinsælda frá því að vörur frá merkinu urðu fáanlegar hérlendis vorið 2019.
Markverðir meistaraflokks karla og kvenna munu í sumar spila í hönskum frá Rinat og munu allir markmenn yngri flokka félagsins geta keypt hanska frá merkinu á sérstökum kjörum.
Mikil ánægja er með að samkomulag hafi náðst við Rinat og hlökkum við til að sjá markmenn félagsins bæta og þróa sinn leik í vörum frá merkinu.