Stuðningsyfirlýsing Knattspyrnudeildar Fylkis við Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi stjórnarmann KSÍ

 

Í framhaldi af ársþingi KSÍ sem haldið var 26. febrúar síðastliðinn og þeirri umræðu sem átti sér stað á þinginu sjálfu, auk umræðu í aðdraganda þingsins sem teygir sig aftur til haustsins 2021, um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, vill Knattspyrnudeild Fylkis koma eftirfarandi á framfæri:

Það var á sínum tíma gæfa fyrir Knattspyrnudeild Fylkis og félagið í heild sinni þegar Ásgeir Ágeirsson gaf færi á sér til starfa fyrir deildina, fyrst á vettvangi Barna- og unglingaráðs, síðar sem formaður meistaraflokksráðs karla og svo um margra ára skeið sem formaður deildarinnar ásamt sæti í aðalstjórn.

Auk þessara starfa gaf Ásgeir síðar færi á sér til trúnaðarstarfa fyrir knattspyrnuna á Íslandi, bæði sem formaður ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) og víðar. Frá árinu 2019 sat Ásgeir í stjórn KSÍ þar til hann sagði sig úr stjórninni í lok ágúst 2021 eftir ÍTF, formenn aðildarfélaga ÍTF auk nokkurra félaga úr neðri deildum höfðu hvatt stjórn og framkvæmdastjóra KSÍ til að axla ábyrgð.

Okkur þykir leitt að sú atburðarrás sem fór af stað í kjölfarið hafi beinst persónulega gegn Ásgeiri og öðrum almennum stjórnarmönnum KSÍ þar sem þeim var ætlað að hafa vitneskju um atburði sem þeir höfðu ekki. Í því samhengi er sérstaklega bent á skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem gerði úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. Lokaskýrsla úttektarnefndarinnar var kynnt 7. desember 2021 þar sem m.a. kom skýrt fram að almennir stjórnarmenn KSÍ hafi ekki vitað um þau mál sem til umfjöllunar voru í skýrslunni og stjórn KSÍ því hreinsuð af þeim ásökunum sem á hana voru bornar (Kastljós 9. desember 2021).

Öll störf sem Ásgeir hefur tekið að sér á vettvangi Fylkis í gegnum tíðina hefur hann innt af hendi af miklum dugnaði, heilindum og ósérhlífni. Við erum viss um að það sama gildir um allt hans framlag til íslenskrar knattspyrnu, þ.m.t. störf hans á vettvangi KSÍ. Við viljum taka skýrt fram að Ásgeir nýtur fulls og óskorðaðs trausts Knattspyrnudeildar Fylkis og það er von okkar að íslensk knattspyrna fái áfram notið hans öflugu starfskrafta í framtíðinni.

Knattspyrnudeild Fylkis vill að lokum taka það fram að við höfnum öllu ofbeldi í hvaða mynd sem það er og að við styðjum brotaþola.

Virðingarfyllst,

Fh. Knattspyrnudeildar Fylkis

Arnar Þór Jónsson, formaður

 

Ólafur Ingi Skúlason hefur valið Nínu Zinovievu til æfinga með U-15 ára landsliði kvenna.
 
Nína er djúpur miðjumaður og hafsent sem einnig er algjör lykilleikmaður í 2 og 3 flokki félagsins. Hún steig einnig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins nýlega !
 
Lúðvík Gunnarsson hefur valið Daníel Þór Michelsen til æfinga með U-15 ára landsliði karla.
 
Daníel er fjölhæfur leikmaður og er lykil leikmaður í 3.flokki félagsins og er mikið efni. Það verður gaman að fylgjast með framgangi hans næstu árin !
 
Við hlökkum til að fylgjast með þeim og óskum þeim góðs gengis á æfingunum !
 
#viðerumÁrbær
 
Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Klara Mist Karlsdóttir hefur skrifað undir lánssamning við knattspyrnudeild Fylkis út tímabilið 2022.
 
Klara Mist er uppalin hjá Stjörnunni og hefur spilað í gegnum alla yngri flokka félagsins. Klara kom við sögu í fjórum leikjum Stjörnunnar í Pepsí Max deildinni á síðustu leiktíð Hún leikur jafnt sem miðju- og varnarmaður og er frábær viðbót við okkar unga og efnilega lið.
 
Við Fylkismenn getum glaðst yfir þeim tíðindum að semja við leikmenn sem eru staðráðnir í því að hjálpa liðinu upp í deild þeirra bestu!
 
Velkomin í Árbæinn Klara.
 
#viðerumÁrbær

 

Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt

 

Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.

Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.

Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

 

Ferlið er auðvelt:

1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.

Upplýsingar deilda:

Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493

Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300

Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805

Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817

Körfuknattleiksdeild 480294-2389,  0515-26-480294

Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496

Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402

Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdarstjóri félagsins (hordur@fylkir.is)

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

Útdrætti í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis hefur verið frestað til 3.febrúar vegna óviðráðanlegra orsaka.
 
En er hægt að tryggja sér miða í gegnum netverslun og vinna stórkoslegt málverk eftir Tolla en slóðina má finna hér að neðan ?
https://www.sportabler.com/shop/fylkir/fotbolti
 
#viðerumÁrbær

Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis er í fullum gangi en dregið verður í því 26.janúar n.k. Það eru enn til miðar til sölu og hvetjum við alla til að tryggja sér miða sem fyrst og styrkja félagið.

Vinnigar eru ekki af verri endanum en í fyrsta vinning er málverk frá Tolla að verðmæti 700.000 ásamt því að hægt er að vinna Iphone 13, Samsung Galaxy, Playstation 5 og fleiri frábæra vinninga.

Til að tryggja sér miða er hægt að smella hér.

 

                                                     

 

 

 

https://www.sportabler.com/shop/fylkir/fotbolti

Rafíþróttadeild Fylkis kynnir æfingahópana fyrir tímabilið Vor 2022!
Opnað hefur verið fyrir skráningar á sportabler síðu Fylkis – sportabler.com/shop/fylkir/rafithrottir
Nánari upplýsingar um hvern og einn æfingarhóp má finna hér: https://fylkir.is/rafithrottir_hopar/
Æfingatímabilið er frá 7. Febrúar til 11. Júní. (Uppfærðar dagsetningar)
Á æfingum hjá Rafíþróttadeild Fylkis er lögð áhersla á jákvæða tölvuleikjaspilun, líkamlega og andlega heilsu og liðsheild. Iðkenndur hita upp og stunda líkamlegar hreyfingu, læra heilbrigða spilunarhætti og vinna saman sem lið.
Æfingatöfluna er að finna á heimasíðu Fylkis https://fylkir.is/raf_aefingatafla/
Við minnum á að hægt er að nýta frístundastyrkinn uppí æfingagjöldin.
Hámark eru 10 í hverjum æfingahóp en ef ekki næst lágmarks iðkendafjöldi er möguleiki að að þær æfingar falli niður.
Við hvetjum forráðamenn til að skrá börnin á biðlista ef æfinga hópurinn er fullur því við munum eftir fremsta megni bæta við hópum ef eftirspurnin er mikil.
Iðkendur þurfa að eiga aðgang að þeim leik sem á að iðka, Fylkir sér annars fyrir öllum öðrum æfingatækjum en auðvitað má koma með sinn eiginn búnað eins og t.d. Lyklaborð eða mús.
Allar æfingar eru kenndar á PC borðtölvum nema FIFA en þar verður spilað á PS4.
Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI.
Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þann leik sem hann hefur verið skráð á æfingar fyrir.

Látið okkur sjá um að sækja jólatréð og styrktu okkar góða starf í leiðinni !

Íþróttakona og íþróttakarl Fylkis fyrir árið 2021 eru þau Viktoría Benónýsdóttir og Alexander Rósant Hjartarson.

Viktoría Benónýsdóttir, hefur stundað fimleika hjá Fimleikadeild Fylkis frá árinu 2011 eða í 10 ár og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir Fylki í gegnum árin. Viktoría var valin í Landsliðshóp Unglinga U16 fyrir keppnistímabil 2020. Hún var valin í Unglingalandslið Íslands fyrir Norðulandamót Unglina 2021. Í vor var hún valin til að taka þátt í 25 stúlkna úrtaki fyrir val á 12 stúlkna U-16 Unglingalandsliðshópi. Viktoría komst inní 12 stúlkna U-16 Úrvalshóp Unglinga fyrir val á landsliði Íslands fyrir Norðulandamót. Varamaður í Unglinalandsliði Íslands fyrir Norðurlandamót Unglina sem fór fram rafrænt helgina 29-31. Október.

Alexander Rósant Hjartarson hefur æft hjá Karatedeild Fylkis síðan hann var lítill drengur. Hann er í landsliði Karatesambands Íslands. Alexander er Íslandsmeistari í Kumite 15 ára í +63 kg flokki og hefur haft mikla yfirburði hér á landi í mörg ár. Alexander keppti á Norðurlandameistaramótinu í Stavanger núna í nóvember og náði þar 3 sæti eða bronsi. Alexander vann líka Grand Prix mótaröðina sem er haldin hér á landi en hann fór ósigraður í gegnum öll þrjú mótin sem eru í röðinni. Alexander er góður drengur sem kemur alltaf vel fyrir og er vel metin af öllum sem hann þekkja.

Auk þeirra voru eftirfarandi tilnefnd:
María Eva Eyjólfsdóttir (Fótbolti)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fótbolti)
Brynjar Ásgeir Sigurjónsson (Rafíþróttir)
Atli Fannar Pétursson (Blak)
Ísold Klara Felixdóttir (Karate)
Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen

 

 

 

Hjálparsveit Skáta í samstarfi við Fylki verður með árlega flugeldasölu í  Fylkisstúkunni dagana 28-31 desember. Þetta er mikilvæg fjáröflun fyrir báða aðila og hvetjum við alla til að versla hjá okkur !

10% afsláttur er þann 28.10 með kóðanum „fylkir2021“ !