Knattspyrnudeild Fylkis hefur skrifað undir samninga við unga og efnilega leikmenn félagsins. Allir þessir leikmenn koma úr afreksstarfi félagsins og bindum við miklar vonir við þau í framtíðinni !

Efri röð frá vinstri: Stefán Logi Sigurjónsson (2008), Katla Sigrún Elvarsdóttir (2008), Birta Margrét Gestsdóttir (2008), Eik Elmarsdóttir (2008), Sóley María Björgvinsdóttir (2007) & Daníel Þór Michelsen (2007)

Neðri röð frá vinstri: Guðmar Gauti Sævarsson (2008), Sigrún Helga Halldórsdóttir (2008), Selma Schweitz Ágústsdóttir (2008) & Jóel Baldursson (2007)

 

Á myndina vantar: Ívar Hrafn Atlason (2008)

Við óskum þessum leikmönnum til hamingju með nýja samninginn og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni !

Kæra Fylkisfólk,
 
Íþróttafélagið Fylkir býður uppá opinn fyrirlestur um menningu og árangur í íþróttum.
 
Fyrirlesari er Brian Daniel Marshall, árangursráðgjafi finnska sundsambandsins og ráðgjafi um menningu og árangur í íþróttum.
 
Tími: Miðvikudaginn 1. febrúar kl. 20-21 – húsið opnar kl. 19.45
 
Staður: Fylkishöll, samkomusalur á 2.hæð, gengið inn um vesturenda
 
Fyrir hverja: Allt Fylkisfólk sem áhuga hafa á menningu og árangri íþróttafélaga
 
Tungumál: Enska
 
Gjald: Enginn aðgangseyrir
 
Skráning hér (svo við vitum hve margir mæta).
 
Brian Daniel Marshall mun fjalla um hvernig íþróttafélög geta skapað umhverfi fyrir framúrskarandi íþróttafólk. Brian er framkvæmdastjóri Frem sundfélagsins í Odense, landsliðsþjálfari paralympics sundliðs Dana og árangursráðgjafi finnska sundsambandsins.
 
Brian hefur veitt fjölda íþróttafélaga ráðgjöf um árangursmenningu og kenndi um tíma við Íþróttadeild Háskólans í Reykjavík. Brian hefur skýra sýn á árangur íþróttafélaga: „The cultural perspective is that if you create an environment whereby the players learn the fundamentals and enjoy/love their sport, then you will achieve optimal results.“
 
Brian hefur í vetur aðstoðað knattspyrnudeild Fylkis sem er nú að leggja lokadrög að stefnumótun deildarinnar næstu 5 árin.
 
Að loknum fyrirlestri Brians verður boðið uppá umræður og fyrirspurnir sem Ketill Berg Magnússon mun stýra.
Handknattleiksdeild Fylkis býður nýjum iðkendum að koma og prófa handbolta frítt í janúar að tilefni HM.
 
Æfingatöflur og nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.fylkir.is
 
Þau Ólafur Kristófer Helgason og Ísold Klara Felixdóttir voru krýnd íþróttakarl og íþróttakona Fylkis við hátíðlega athöfn á gamlársdag !
 
Ólafur Kristófer Helgason – Fótbolti
 
Óli átti magnað tímabil og fékk á sig fæst mörk allra í Lengjudeildinni þegar liðið fór upp um deild. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar á Hringbraut sem fjallaði um deildina en var einnig kosinn besti og efnilegasti leikmaður knattspyrnudeildar Fylkis. Þá var hann valinn í U21 ára landsliðið og til vara í A-landslið.
 
Óli er frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur félagsins
 
Ísold Klara Felixdóttir – Karate
 
Ísold tók þátt í smáþjóðamótinu í Karate sem var haldið í Liechtenstein dagana 23. – 25. September 2022 og vann tvo flokka á mótinu og er því tvöfaldur smáþjóðameistari bæði í -68 kg og -61 kg flokki.
 
Ísold hefur æft hjá karatedeildinni síðan hún var 11 ára gömul. Ísold er keppnismanneskja hjá Karatedeild Fylkis og lykilþjálfari. Hún er í landsliðiðinu og hefur verið keppnismanneskja í fremstu röð hér á landi undanfarinn ár.
 
Ísold sér um allt félagstarf innan deildarinnar og gerir það af miklum sóma. Hún er hvers manns hugljúfi sem hvetur okkur hin til að gera betur.
 
Því miður var Ólafur Kristófer ekki viðstaddur afhendinguna !
 
Við óskum þeim til hamingju með valið !

Deildirnar innan félagsins hafa tilkynnt sína fulltrúa í valið á Íþróttafólki ársins fyrir árið 2022.

Íþróttafólk Fylkis verður svo valið í áramótakaffinu okkar þann 31.des 2022.

Forsvarsmenn Fylkis, Ármanns og KR fagna tillögu Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem lögð verður fyrir borgarstjórn þriðjudaginn 18. október, en hún snýr að stuðningi borgarinnar við starf þessara félaga á sviði rafíþrótta. Hér er um gríðarlega mikilvægt mál að ræða sem snertir fjölmörg börn og unglinga sem eru iðkendur rafíþróttadeilda félaganna.

Skipulag rafíþrótta gengur út á að því að bjóða upp á vel skipulagðar og gefandi æfingar fyrir ungmenni með það að markmiði að þjálfa iðkendur í að eiga heilbrigt samband við tölvuleikjaiðkun.

Í starfinu er iðkendum kennt að þekkja tölvurnar sem verkfæri en ekki verkstjóra, að efla félagsfærni þeirra og reyna að fyrirbyggja félagslega einangrun þeirra sem spila bara ein heima hjá sér. Einnig er lögð mikil áhersla á hreyfingu og fræðslu.

Skipulag íþróttafélaga hentar mjög vel fyrir starfsemi rafíþrótta og hefur verið mikil ánægja meðal iðkenda og forráðamanna með starfið.  Margir einstaklingar sem ekki voru þátttakendur áður í skipulögðu starfi eru núna virkir þátttakendur sem eru frábærar fréttir.

Hörður Guðjónsson framkvæmdastjóri Fylkis

Jón Þór Ólason framkvæmdastjóri Ármanns

Bjarni Guðjónsson framkvæmdastjóri KR

 
Fylkir mun í vetur bjóða upp á fjölbreytt vetrarstarf fyrir alla aldurshópa. Starfið í ár verður frá leikskóla aldri og alveg upp í 100 ára+
 
Nánari upplýsingar um vetrarstarfið kemur inn á heimasíðu félagsins á næstu dögum !
 
#viðerumÁrbær

Aðalfundur Íþróttafélagsins Fylkis verður miðvikudaginn 18.maí í samkomusal Fylkishallar kl. 19:30.

Dagskrá:

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins

Önnur mál

 

Aðalstjórn Fylkis

Ársreikningur

Ársreikningur