Dregið hefur verið í Nýárshappadrætti Fylkis og má sjá vinningsnúmerin á hlekknum hér fyrir neðan.

Óskum við vinningshöfum til hamingju og þökkum öllum kærlega fyrir stuðninginn

Þau sem eru með vinningsnúmer eru beðin um að hafa samband við  Elsu frá og með miðvikudeginum 3.febrúar í síma 775-9078 eða með því að senda tölvupóst á elsa@fylkir.is.

Vinninganna verður að vitja innan 6 mánaða frá útdrætti.

Útdráttur

Fullt af flottum leikmönnum Fylkis á landsliðsæfingum í fótbolta.
Æfingar U16 karla 20-22.janúar 2021
Heiðar Máni Hermannsson
Bjarki Steinsen Arnarsson
Æfingar U17 kvenna 25.- 27. janúar 2021
Sara Dögg Ásþórsdóttir
U19 kvenna 25. – 27.janúar 2021
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir
Tinna Brá Magnúsdóttir
U19 karla 28. – 29.janúar 2021
Arnór Gauti Jónsson
Orri Hrafn Kjartansson
Ólafur Kristófer Helgason
Axel Máni Guðbjörnsson
Gangi ykkur vel 😊
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Besta Bóndadagsgjöfin
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu getum við því miður ekki haldið hið vinsæla herrakvöld okkar á bóndadaginn og er því tilvalið að nota tækifærið og slá tvær flugur í einu höggi, gefa bóndanum happdrættismiða og styrkja knattspyrnudeild Fylkis í leiðinni.
Miðarnir eru nú fáanlegir í vefsölu Fylkis.
Dregið verður úr seldum miðum 29 janúar

Vegna tafa í uppgjörsmálum hefur verið ákveðið að fresta drætti í Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar til 29. janúar en til stóð að draga 20. janúar.

Salan hefur gengið mjög vel en viku frestun gefur okkur tækifæri til innkalla óselda miða og að selja allra síðustu miðana.

27. Janúar, klukkan 23:59  verður síðasti möguleiki til að skila inn uppgjöri.

Miðar sem ekki hefur sannanlega verið greitt fyrir inn á reikninginn fyrir þann tíma, teljast óseldir.

Nefndin

Kæru stuðningsmenn

Vegna þeirra samkomutakmarkana sem hafa verið í gildi og verða áfram þá hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta Herrakvöldi Fylkis sem stóð til að halda á bóndadeginum 22.janúar 2021.

Þetta eru fordæmalausir tímar sem við lifum núna og hafa mikil áhrif á okkur öll.   Að þurfa að fresta jafn mikilvægum atburði og Herrakvöldi Fylkis er okkur þungbært enda hefur kvöldið verið

einn af hápunktum ársins undanfarin 30 ár.   Einnig mun þetta hafa mikil áhrif á rekstur knattspyrnudeildar Fylkis en Herrakvöldið hefur verið ein stærsta fjáröflun deildarinnar.

Verið er að skoða hvort það sé mögulegt að vera með einhvern atburð á næstunni en það liggur ekki fyrir á þessari stundu.

Fylgst verður vel með þróun mála næstu vikur og allar upplýsingar sendar út á miðla félagsins um leið og þær liggja fyrir.

Óskum ykkur svo gleðilegs árs og farið varlega á þessum veirutímum.

Við hittumst svo öll hress og kát þegar það má aftur 😊

Með Fylkiskveðju,

Nefndin

Góð þátttaka var á jólanámskeiði knattspyrnudeildar.

Iðkendur á fyrra námskeiði (21,22,23.des) hafi verið 92.

Iðkendur á seinna námskeiði (28,29,30) hafi verið 94

Þjálfarar hafi verið Sigurður Þór, Kristján Gylfi, Michael John, Steinar Leó, Hulda Hrund, Jenný Rebekka, Emilía Sif, Margrét Mirra, Óskar Borgþórsson.

Námskeiðið hafi verið frá 9-12 og verið iðkendum að kostnaðarlausu.

FLUGELDASÝNING FYLKIS

RAUÐAVATNI
Þriðjudagur 29.des kl 19:30

Tilvalið að horfa úr bílnum.

Vinsamlega fylgið sóttvarnareglum.

Minnum á flugeldasölu Fylkis og Hjalparsveitar Skáta í Fylkisstúkunni á Würth vellinum.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Kæru Fylkisfélagar

Vegna ástandsins í þjóðfélaginu þurfum við að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum. Hefðbundnir viðburðir sem framundan eru hjá félaginu verður frestað eða verða með breyttu sniði. Það gerum við bjartsýni og von í hjarta um að ástandið fara að batna og við getum farið að hittast almennilega.

Því miður sér Knattspyrnudeild Fylkis sér ekki fært um að standa fyrir Skötuveislunni þetta árið vegna samkomutakmarkana sóttvarnayfirvalda.

Við tilkynnum því hér með að Skötuveislunni er frestað til 2021!

Aðrir viðburðir:
Fylkisbrennan 2020, frestað
Kjör á Fylkiskarli og Fylkiskonu áriö 2020 hefur farið fram. Niðurstaða á www.fylkir.is

Minnum á flugeldasölu skátanna í Stúkunni á Wurthvellinum.

Nýrárshappdrætti Fylkis, miðar til sölu hjá iðkendum á Facebook.
Áætlun um

Reykjavíkurmótsbyrjun er 15 janúar.

Áfram Fylkir

Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis var endurkjörin á aðalfundi deildarinnar 10. desember.  Í stjórninni eru þau Arnar Þór Jónsson, Júlíus Örn Ásbjörnsson, Ragnar Páll Bjarnason, Stefanía Guðjónsdóttir ásamt Kjartani Daníelssyni sem var kosinn formaður. Vegna samkomutakmarkana fór fundurinn fram rafrænt undir styrkri stjórn fundarstjórans Viðars Helgasonar.  Fyrir utan stjórnarkjörið var flutt skýrslar stjórnar og farið yfir fjárhagsmál deildarinnar en þeirri umræðu var svo frestað fram á næsta ár þegar aðalfundur félagsins fer fram.  Fjölmargir Fylkisfélagar fylgdust með fundinum við þessar sérstöku aðstæður.