Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt

 

Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.

Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.

Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

 

Ferlið er auðvelt:

1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.

Upplýsingar deilda:

Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493

Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300

Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805

Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817

Körfuknattleiksdeild 480294-2389,  0515-26-480294

Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496

Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402

Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdarstjóri félagsins (hordur@fylkir.is)

Nánari upplýsingar á www.rsk.is

Búið er að draga í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar 2022 og má sjá niðurstöðuna í meðfylgjandi vinningarskrá.

Þau sem eru með vinningsmiða mega senda tölvupóst á Hörð framkvæmdarstjóra á netfangið hordur@fylkir.is

Nýárshappadrætti Fylkis útdráttur 03.02.2022

 

Okkur vantar öflugan aðila inn í meistaraflokksráð kvenna. Skemmtilegt tækifæri til þess að taka þátt í starfi félagsins og skapa góða umgjörð fyrir stelpurnar okkar. Spennandi tímabil framundan og næg verkefni.
Áhugasamir hafi samband við Júlíus Örn / juliusorn@outlook.com
 
#viðerumÁrbær
Útdrætti í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis hefur verið frestað til 3.febrúar vegna óviðráðanlegra orsaka.
 
En er hægt að tryggja sér miða í gegnum netverslun og vinna stórkoslegt málverk eftir Tolla en slóðina má finna hér að neðan ?
https://www.sportabler.com/shop/fylkir/fotbolti
 
#viðerumÁrbær

Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis er í fullum gangi en dregið verður í því 26.janúar n.k. Það eru enn til miðar til sölu og hvetjum við alla til að tryggja sér miða sem fyrst og styrkja félagið.

Vinnigar eru ekki af verri endanum en í fyrsta vinning er málverk frá Tolla að verðmæti 700.000 ásamt því að hægt er að vinna Iphone 13, Samsung Galaxy, Playstation 5 og fleiri frábæra vinninga.

Til að tryggja sér miða er hægt að smella hér.

 

                                                     

 

 

 

https://www.sportabler.com/shop/fylkir/fotbolti

Það er því miður ennþá ákveðin veira að trufla okkar starf hjá Fylki og því miður þarf að fresta Herrakvöldi Fylkis sem átti að vera 21. janúar um óákveðinn tíma. Stefnt er að því að halda skemmtilegan viðburð þegar hægt er.

Sala miða í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis hófst í desember og verður dregið þann 26. janúar n.k. Við eigum ennþá talsvert af miðum til sölu fyrir áhugasamt Fylkisfólk og alla hina. Hægt er að kaupa miða á heimasíðu Fylkis. Vinningarnir eru sérlega glæsilegir í ár sem endranær og kannski verður Tolla málverk hengt upp hjá einhverjum ykkar. Þú getur tryggt þér miða hér.

Svo í Mars munum við halda okkar vinsæla Málverkauppboð, það verður auglýst nánar þegar nær dregur á heimasíðu okkar sem og helstu miðlum.

 

Íþróttakona og íþróttakarl Fylkis fyrir árið 2021 eru þau Viktoría Benónýsdóttir og Alexander Rósant Hjartarson.

Viktoría Benónýsdóttir, hefur stundað fimleika hjá Fimleikadeild Fylkis frá árinu 2011 eða í 10 ár og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir Fylki í gegnum árin. Viktoría var valin í Landsliðshóp Unglinga U16 fyrir keppnistímabil 2020. Hún var valin í Unglingalandslið Íslands fyrir Norðulandamót Unglina 2021. Í vor var hún valin til að taka þátt í 25 stúlkna úrtaki fyrir val á 12 stúlkna U-16 Unglingalandsliðshópi. Viktoría komst inní 12 stúlkna U-16 Úrvalshóp Unglinga fyrir val á landsliði Íslands fyrir Norðulandamót. Varamaður í Unglinalandsliði Íslands fyrir Norðurlandamót Unglina sem fór fram rafrænt helgina 29-31. Október.

Alexander Rósant Hjartarson hefur æft hjá Karatedeild Fylkis síðan hann var lítill drengur. Hann er í landsliði Karatesambands Íslands. Alexander er Íslandsmeistari í Kumite 15 ára í +63 kg flokki og hefur haft mikla yfirburði hér á landi í mörg ár. Alexander keppti á Norðurlandameistaramótinu í Stavanger núna í nóvember og náði þar 3 sæti eða bronsi. Alexander vann líka Grand Prix mótaröðina sem er haldin hér á landi en hann fór ósigraður í gegnum öll þrjú mótin sem eru í röðinni. Alexander er góður drengur sem kemur alltaf vel fyrir og er vel metin af öllum sem hann þekkja.

Auk þeirra voru eftirfarandi tilnefnd:
María Eva Eyjólfsdóttir (Fótbolti)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fótbolti)
Brynjar Ásgeir Sigurjónsson (Rafíþróttir)
Atli Fannar Pétursson (Blak)
Ísold Klara Felixdóttir (Karate)
Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen

 

 

 

Hjálparsveit Skáta í samstarfi við Fylki verður með árlega flugeldasölu í  Fylkisstúkunni dagana 28-31 desember. Þetta er mikilvæg fjáröflun fyrir báða aðila og hvetjum við alla til að versla hjá okkur !

10% afsláttur er þann 28.10 með kóðanum „fylkir2021“ !