Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Helga Guðrún Kristinsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Fylkis út tímabilið 2023.
Helga Guðrún er uppalin hjá Grindavík auk þess sem hún hefur leikið með Stjörnunni en í dag leikur Helga með AO Trikala í Grikklandi og mun klára tímabilið með þeim í toppbaráttunni og kemur í Árbæinn í byrjun maí.
Helga Guðrún hefur leikið 153 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 36 mörk og mun koma með mikla reynslu inn í okkar unga og efnilega lið.
Við Fylkismenn getum glaðst yfir þeim tíðindum að semja við leikmenn sem eru staðráðnir í því að hjálpa liðinu upp í deild þeirra bestu!
Velkomin í Árbæinn Helga!.
#viðerumÁrbær
Hér fyrir neðan má sjá þau númer sem voru dregin út í happadrættinu sem var á herrakvöldi Fylkis 25.mars. Vinningshafar geta nálgast vinningana í Fylkishöll frá og með mánudeginum 28.mars.
Vinningaskrá 2022 n
Hann æfði með félaginu fyrr á árinu og spilaði leik þar sem hann m.a skoraði og lagði upp.