Dagana 11-13 apríl verður boðið upp á páskanámskeið fyrir 5.,6. og 7.flokk félagsins.
 
Áhersla er lögð á grunnatriði knattspyrnunnar ásamt því auðvitað að hafa gaman. Þjálfarar koma úr starfinu hjá okkur !
 
Námskeiðið er kennt á milli 09:00 og 12:00 !
 
Skráning fer fram í gegnum Sportabler !
 
#viðerumÁrbær
Laugardaginn 2. april s.l. skrifuðu 10 af okkar efnilegustu leikmönnum undir samning við knattspyrnudeildina.
 
Við erum mjög stolt af því að semja við þessa leikmenn sem við teljum að eigi bjarta framtíð hjá okkur í Fylki. Leikmennirnir eru fæddir frá 2007-2004.
 
Leikmennirnir eru frá vinstri; Sævar Snær 2007, Theodór Ingi 2006, Stefán Gísli 2006, Þóroddur 2004, Þorkell 2004, Þórður Ingi 2005, Hlynur Andri 2004, Kolfinna 2006, Elísa Björk 2007 og Guðrún Embla 2006.
 
Til hamingju með nýju samningana !
 
#viðerumÁrbær

 

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Helga Guðrún Kristinsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Fylkis út tímabilið 2023.

Helga Guðrún er uppalin hjá Grindavík auk þess sem hún hefur leikið með Stjörnunni en í dag leikur Helga með AO Trikala í Grikklandi og mun klára tímabilið með þeim í toppbaráttunni og kemur í Árbæinn í byrjun maí.

Helga Guðrún hefur leikið 153 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 36 mörk og mun koma með mikla reynslu inn í okkar unga og efnilega lið.

Við Fylkismenn getum glaðst yfir þeim tíðindum að semja við leikmenn sem eru staðráðnir í því að hjálpa liðinu upp í deild þeirra bestu!

Velkomin í Árbæinn Helga!.

#viðerumÁrbær

Ólafur Ingi Skúlason hefur valið Nínu Zinovievu til æfinga með U-15 ára landsliði kvenna.
 
Nína er djúpur miðjumaður og hafsent sem einnig er algjör lykilleikmaður í 2 og 3 flokki félagsins. Hún steig einnig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins nýlega !
 
Lúðvík Gunnarsson hefur valið Daníel Þór Michelsen til æfinga með U-15 ára landsliði karla.
 
Daníel er fjölhæfur leikmaður og er lykil leikmaður í 3.flokki félagsins og er mikið efni. Það verður gaman að fylgjast með framgangi hans næstu árin !
 
Við hlökkum til að fylgjast með þeim og óskum þeim góðs gengis á æfingunum !
 
#viðerumÁrbær
 
Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp fyrir u-19 ára landslið kvenna sem tekur þátt í milliriðli í undankeppni fyrir EM 2022.
 
Fylkir á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Sara Dögg Ásþórsdóttir og Tinna Brá Magnúsdóttir.
 
Sara Dögg er öflugur miðjumaður og orðinn algjör lykilmaður í ungum og spennandi meistaraflokk félagsins. Hún var svo valinn efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna á ný afstöðu tímabili.
 
Tinna er á 18 aldursári og spilaði hún alla leiki Fylkis í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. Hún hefur fest sig í sessi sem einn allra efnilegasti markmaður landsins.
 
Ísland er í riðli með Englandi, Wales og Belgíu, en leikið er á Englandi dagana 6.-12. apríl.
 
Við óskum stelpunum til hamingju með valið og hlökkum til að fylgjast með þeim í þessu verkefni.
 
#viðerumÁrbær

Hér fyrir neðan má sjá þau númer sem voru dregin út í happadrættinu sem var á herrakvöldi Fylkis 25.mars.  Vinningshafar geta nálgast vinningana í Fylkishöll frá og með mánudeginum 28.mars.

Vinningaskrá 2022 n
Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Klara Mist Karlsdóttir hefur skrifað undir lánssamning við knattspyrnudeild Fylkis út tímabilið 2022.
 
Klara Mist er uppalin hjá Stjörnunni og hefur spilað í gegnum alla yngri flokka félagsins. Klara kom við sögu í fjórum leikjum Stjörnunnar í Pepsí Max deildinni á síðustu leiktíð Hún leikur jafnt sem miðju- og varnarmaður og er frábær viðbót við okkar unga og efnilega lið.
 
Við Fylkismenn getum glaðst yfir þeim tíðindum að semja við leikmenn sem eru staðráðnir í því að hjálpa liðinu upp í deild þeirra bestu!
 
Velkomin í Árbæinn Klara.
 
#viðerumÁrbær

 

Vienna Behnke semur við Fylki.
Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Vienna Behnke hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Fylkis út keppnistímabilið 2022.
Vienna er mjög reynslumikill vinstri kantmaður, sem hefur spilað 71 leik fyrir Hauka í Lengjudeildinni og skorað í þessum leikjum 32 mörk.
Hún er frábær viðbót við okkar unga og efnilega lið og erum við gríðarlega spennt að fylgjast með henni á vellinum í sumar.
Vienna, velkomin í Árbæinn !
Mathias Laursen til Fylkis
Danski sóknarmaðurinn Mathias Laursen hefur skrifað undir samning við félagið.
Hann æfði með félaginu fyrr á árinu og spilaði leik þar sem hann m.a skoraði og lagði upp.
Mathias kemur frá Danska félaginu Aarhus Fremad þar sem hann lék 75 leiki og skoraði í þeim 35 mörk.
Fylkir bíður Mathias velkominn til félagsins og hlakkar til að sjá hann á vellinum !
Olgeir er Eyjamaður en hefur helst gert garðinn frægan með Breiðablik. Þar var hann í eina liði Blika sem hampað hefur Bikarmeistaratitli 2009 og Íslandsmeistaratitlinum 2010.
Hann spilaði 321 meistaraflokksleik fyrir Breiðablik og skorað í þeim 39 mörk. Hann lék einnig 17 leiki fyrir ÍBV og 22 fyrir Völsung og skorað í þeim 1 mark.
Olgeir var aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki Breiðabliks 2017 og þjálfari 2. flokk Kópavogsliðsins 2017 – 2021.
Samningur Olgeirs við Fylki er 2 ár með möguleika á framlengingu um 1 ár til viðbótar.
Fylkir býður Olgeir velkominn í Árbæinn

Tómas Ingi yfirmaður knattspyrnumála handsalar samning við Olgeir