,

Ólafur Karl Finsen í Fylki

Okkur er sönn ánægja að tilkynna það að Ólafur Karl Finsen hefur skrifað undir samning við félagið og mun leika með okkur í deild þeirra bestu.
Ólafur hefur leikið 255 KSÍ leiki og skorað í þeim 60 mörk en hann hefur leikið fyrir Stjörnuna,Val og FH á sínum ferli.
Þetta er gríðarlega mikil liðsstyrking og verður gaman að sjá hann í appelsínugulu á þessu tímabili.
Velkominn í Árbæinn Óli