,

KNATTSPYRNUDEILD FYLKIS – HÆKKUN ÆFINGAGJALDA

Vegna umræðu á undanförnum dögum um hækkun æfingagjalda vill Knattspynudeild Fylkis koma á framfæri eftirfarandi:

  • Launkostnaður þjálfara hjá Barna- og unglingaráði (BUR) er áætlaður um 67 mkr. á núverandi tímabili.
  • Auk þess er kostnaður vegna keppnisbúninga hjá BUR innfalinn í æfingagjöldum (sem þýðir að foreldrar greiða ekki aukalega fyrir keppnisbúninga til viðbótar æfingagjöldum) og er sá kostnaður áætlaður 5 mkr. á núverandi tímabili.
  • Ýmis annar kostnaður sem einnig ætti að vera dekkaður af æfingagjöldum er áætlaður 5 mkr. Hér er um að ræða mótakostnað, ferðakostnað vegna keppnisleikja (að hluta til), kostnað vegna bolta og annars búnaðar, afreksþjálfun, styrktarþjálfun, dómarakostnað, sjúkrabúnað auk dagpeninga og aksturspeninga til þjálfara.
  • Áætlaðar tekjur af æfingagjöldum vegna iðkenda hjá BUR nema um 62 mkr á núverandi tímabili.
  • Á ofangreindum lykiltölum sést að áætlað er að æfingagjöld hrökkvi fyrir u.þ.b. 80% af kostnaði við rekstri BUR (62 mkr. af 77 mkr.)
  • Til að brúa þetta bil milli gjalda og tekna (u.þ.b. 15 mkr.) hefur BUR með kröftugum hætti komið á fót margskonar fjáröflunum, þar sem hæst ber mót fyrir yngstu flokkana. Þá má einnig nefna happdrætti Knattspyrnudeildar sem BUR fær hlutdeild í.
  • Að ofangreindu er ljóst að æfingagjöld þyrftu að vera enn hærri en nú er til að standa undir kostnaði BUR og/eða að Reykjavíkurborg komi með mun mynduglegri hætti að starfseminni.
  • Þegar bornar eru saman tölur á milli félaga verður að taka tillit til allra þátta því það er ólíkt á milli félaga hvað fellur undir æfingagjöld.

Við viljum taka fram að öll vinna á vegum einstaklinganna sem eiga sæti í BUR sem og stjórn deildarinnar, meistaraflokksráðum karla og kvenna er innt af hendi í sjálfboðavinnu fyrir félagið okkar.

Minnt er á að forráðamönnum gefst tækifæri til að lækka æfingagjöld um 20.000 á móti 8 klst „sjálfboðavinnu“ sem fólgin er í vinnuframlagi t.d. í kringum mót yngri flokka, á viðburðum hjá Fylki o.s.frv.

Við hjá Knattspyrnudeild Fylkis leggjum áherslu á að þróa með jákvæðum hætti starfsemi BUR með ríka áherslu á bæði uppeldis- og afreksstarf Fylkis.

Með ósk um áframhaldandi gott samstarf við foreldra og forráðamenn iðkenda hjá Knattspyrnudeild Fylkis.

Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis