KJÖTSMIÐJU-LEIKURINN
FYLKIR – BREIÐABLIK
WURTH VÖLLURINN
Sunnudagur kl 19:15
MINNUM ÁRSKORTSHAFA AÐ SÆKJA KORTIN SÍN Í AFGREIÐSLU FYLKISHALLAR SEM FYRST – KORTIN VERÐA EKKI AFHENT Á LEIKNUM.
Miðasala er hafin í STUBB, endilega tryggið ykkur miða sem fyrst.
Það verða þrjú hólf í stúkunni og er gengið inn í öll hólf í
bakenda stúku, sér inngangur í hvert hólf.
Hólf 1: Suðurendi. Stuðningsmenn Fylkis sem kaupa stakan miða í gegnum STUBB appið.
Hólf 2: Miðja. Árskortshafar Fylkis
Hólf 3: Norðurendi. Stuðningsmenn Breiðabliks sem kaupa stakan miða í gegnum STUBB appið.
Hér er hægt að sækja appið: https://stubbur.app/
Við hvetjum Árbæinga til að koma gangandi á völlinn.
Eins viljum við benda stuðningsfólki Breiðabliks á bílastæði við Árbæjarkirkju, Árbæjarskóla og Rofaborg.
Þeir sem ætla að gera sér glaðan dag í sumar ættu að kíkja til þeirra í Kjötsmiðjunni og tryggja sér það besta á grillið.
Kjötsmiðjan – Fosshálsi 27.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Búið er að opna fyrir skráningar í knattspyrnu- og tækniskólann í sumar.
FYLKIR 0G STÖÐ2SPORT
Nú er hægt að gerast áskrifandi að Stöð2Sport Ísland á sérkjörum – 3.990 kr. á mánuði – og styrkja Knattspyrnudeild Fylkis í leiðinni.
Skráning: https://stod2.is/vinnumsaman

Kæra Fylkisfólk
Nú er árskortsala hafin en það er hægt að kaupa kort hér https://fylkir.felog.is/
Sala árskorta er ein mikilvægasta fjáröflun knattspyrnudeildar og vonumst við því eftir að Fylkisfólk tryggi sér kort.
Það verður takmörkun á áhorfendum í byrjun móts og munu þeir sem eru með árskort ganga fyrir á leikina.
Nánari útfærsla varðandi framkvæmd leikja verður gefin út þegar styttist í mót.
Fylkir mun fylgja fyrirmælum Almannavarna um viðburði. Við biðjum Fylkisfólk að sýna því skilning.
ATH þeir gestamiðar (aukamiðar) sem fylgja árskortum þetta árið er eingöngu hægt að nota eftir að samkomubanni lýkur.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Starf knattspyrnudeildar félagsins hefst aftur á nýjan leik mánudaginn 4.maí. Æfingatafla flokkanna hefur lítillega breyst og getið þið séð þær breytingar hérna á heimasíðunni.
Hér má sjá Vinningsnr. í happadrættinu á Herrakvöldi Fylkis sem haldið var 24.janúar 2020
Birt með fyrirvara um prentvillur
Mætum á völlinn í kvöld, koma svo 🙂