FLUGELDASÝNING FYLKIS
RAUÐAVATNI
Þriðjudagur 29.des kl 19:30
Tilvalið að horfa úr bílnum.
Vinsamlega fylgið sóttvarnareglum.
Minnum á flugeldasölu Fylkis og Hjalparsveitar Skáta í Fylkisstúkunni á Würth vellinum.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
FLUGELDASÝNING FYLKIS
RAUÐAVATNI
Þriðjudagur 29.des kl 19:30
Tilvalið að horfa úr bílnum.
Vinsamlega fylgið sóttvarnareglum.
Minnum á flugeldasölu Fylkis og Hjalparsveitar Skáta í Fylkisstúkunni á Würth vellinum.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Kæru Fylkisfélagar
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu þurfum við að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum. Hefðbundnir viðburðir sem framundan eru hjá félaginu verður frestað eða verða með breyttu sniði. Það gerum við bjartsýni og von í hjarta um að ástandið fara að batna og við getum farið að hittast almennilega.
Því miður sér Knattspyrnudeild Fylkis sér ekki fært um að standa fyrir Skötuveislunni þetta árið vegna samkomutakmarkana sóttvarnayfirvalda.
Við tilkynnum því hér með að Skötuveislunni er frestað til 2021!
Aðrir viðburðir:
Fylkisbrennan 2020, frestað
Kjör á Fylkiskarli og Fylkiskonu áriö 2020 hefur farið fram. Niðurstaða á www.fylkir.is
Minnum á flugeldasölu skátanna í Stúkunni á Wurthvellinum.
Nýrárshappdrætti Fylkis, miðar til sölu hjá iðkendum á Facebook.
Áætlun um
Reykjavíkurmótsbyrjun er 15 janúar.
Áfram Fylkir
Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis var endurkjörin á aðalfundi deildarinnar 10. desember. Í stjórninni eru þau Arnar Þór Jónsson, Júlíus Örn Ásbjörnsson, Ragnar Páll Bjarnason, Stefanía Guðjónsdóttir ásamt Kjartani Daníelssyni sem var kosinn formaður. Vegna samkomutakmarkana fór fundurinn fram rafrænt undir styrkri stjórn fundarstjórans Viðars Helgasonar. Fyrir utan stjórnarkjörið var flutt skýrslar stjórnar og farið yfir fjárhagsmál deildarinnar en þeirri umræðu var svo frestað fram á næsta ár þegar aðalfundur félagsins fer fram. Fjölmargir Fylkisfélagar fylgdust með fundinum við þessar sérstöku aðstæður.
Jón Vilhálmsson lést á líknardeild Landsítalans föstudaginn 13. nóvember. Úförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 23. nóvember kl. 13 og verður streymt af : youtu.be/JLunPCX_xik .
Foreldrar sem eru tilbúnir til að fórna tíma sínum fyrir heildina eru ekki á hverju strái. Slíkir einstaklingar eru dýrmætir fyrir félagasamtök eins og Fylki. Jón var slíkur einstaklingur, einn af þeim sem var óhræddur við að taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið og gerði það vel og um langt árabil. Hann var ötull stuðningsmaður félagsins og byrjaði að taka þátt í störfum foreldraráða eins og svo margir fórnfúsir foreldrar gera. Árið 2007 tók hann að sér gjaldkerastöðu BUR eða Barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar. Eftir nokkur ár í því hlutverki, sem er ærið, tók hann að sér formennsku í ráðinu og gegndi því í þrjú ár. Sem slíkur sat hann í stjórn Knattspyrnudeildar til loka árs 2012. Störf hans fyrir félagið voru ómetanleg, hvort sem það var utanhald um einstakar fjáraflanir, innheimta æfingagjalda eða rekstraráætlanir, allt var unnið að mikilli nákvæmni og fagmennsku. Hann hafði sterkar skoðanir á hvernig best yrði haldið utanum hlutina og fékk þar ýmsu framgegnt.
Jón fékk afhent silfurmerki félagsins árið 2010 fyrir vel unnin störf.
Andlát Jóns Vilhjálmssonar kom okkur í stjórn deildarinnar í opna skjöldu. Hann var oft á vappi í kringum völlinn s.l. ár til að fylgjast með leikjum Villa og var þá spjallað í léttum dúr um heima og geima og deildina sem er okkur svo kær. Tíminn flýgur og á tímum Covid er fólk að hittast minna og því urðu samverustundir ekki fleiri.
Jóns Vilhjálmsonar verður sárt saknað af Fylki.
Elsku Rósa, Vilhjálmur, Svavar og Erna Dís og barnabörn, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur við fráfall Jóns.
Fyrir hönd Knattspyrnudeildar Fylkis
Kjartan Daníelsson, formaður