,

Dagskrá næstu vikurnar

Það er því miður ennþá ákveðin veira að trufla okkar starf hjá Fylki og því miður þarf að fresta Herrakvöldi Fylkis sem átti að vera 21. janúar um óákveðinn tíma. Stefnt er að því að halda skemmtilegan viðburð þegar hægt er.

Sala miða í nýárshappadrætti knattspyrnudeildar Fylkis hófst í desember og verður dregið þann 26. janúar n.k. Við eigum ennþá talsvert af miðum til sölu fyrir áhugasamt Fylkisfólk og alla hina. Hægt er að kaupa miða á heimasíðu Fylkis. Vinningarnir eru sérlega glæsilegir í ár sem endranær og kannski verður Tolla málverk hengt upp hjá einhverjum ykkar. Þú getur tryggt þér miða hér.

Svo í Mars munum við halda okkar vinsæla Málverkauppboð, það verður auglýst nánar þegar nær dregur á heimasíðu okkar sem og helstu miðlum.