Aðalfundur knattspyrnudeildar verður í Fylkishöll 26.október 2021 kl 19:30

 

Kæru iðkendur, forráðamenn og félagsmenn Fylkis

Í ljósi umræðunar undanfarna daga viljum við upplýsa alla um þá verkferla og þann vettvang sem Fylkir nýtir sér við aðstoð tilkynninga og úrvinnslu slíkra málefna.
Mikilvægt er að einstaklingar sem orðið hafa fyrir einhverskonar ofbeldi eða óæskilegri hegðun geti leitað til óháðs aðila sem er sérfræðingur í meðferð slíkra mála.
Hægt er að leita til Viðbragsráðs Fylkis og eru upplýsingar um það á heimasíðu félagsins. Þar er einnig að finna viðbragðáætlanir og stefnur sem taka á málum sem koma upp innan félagsins.
Vekjum svo sérstaka áherslu á samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem styður við, leiðbeinir og aðstoðar þá sem hafa upplifað einhverskonar ofbeldi eða einelti í slíku starfi. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir
er Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi eða einelti í sínu íþrótta- og æskulýðsstarfi eða eru ekki vissir og vilja fá ráðgjöf varðandi slík mál, geta haft samband við
Sigurbjörgu með því að senda póst á sigurbjorg@dmg.is eða hringt í síma 839-9100
Engin greiðsla er tekin fyrir þjónustu samskiptaráðgjafa.

Fylkir býður uppá fjölbreytta vetrardagskrá fyrir veturinn 2021/2022.

 

Hér á heimasíðunni finnur þú upplýsingar um æfingatíma og fleira. Skráning í stafið fer fram í gegnum Sportabler

Íþróttafélagið Fylkir er 54 ára í dag 28.maí 2021 en félagið var stofnað árið 1967. Fylkir ber aldurinn mjög vel og er í mjög góðu formi eins og góðu íþróttafólki sæmir. Í dag eru í kringum 1500 iðkendur sem iðka sína íþrótt hjá okkur í sex íþróttagreinum og  svo mun sú sjöunda bætast við í sumar en það er körfubolti en hann er að fara af stað aftur eftir nokkurra ára hlé.   Nú er sumarið komið og það styttist í sumarstarf félagsins sem hefur sjaldan verið eins fjölbreytt og skemmtilegt. Allar frekari upplýsingar um það má nálgast á heimasíðu félagsins. Það hefur alltaf verið mikill áhugi og samstaða með félaginu innan okkar hverfis og upplifum við okkur oft sem þorp úti á landi.  Það hefur sýnt sig að margir gamlir íbúar árbæjarhverfis halda tryggð við félagið þó að viðkomandi búi þar ekki lengur og eru alltaf tilbúin að leggja okkur lið ef þess þarf og fyrir það erum við ævinlega þakklát.  Það gerist ekki af sjálfum sér að félag eins og okkar sé jafn stórt og öflugt og raun ber vitni.  Þeir frumkvöðlar sem fóru af stað fyrir rúmum fimmtíu árum og stofnuðu félagið eiga stærstan þátt í þessari sögu og svo allir þeir sjálfboðaliðar sem komið hafa að starfinu á síðustu árum.  Viljum við nota tækifærið og þakka öllum þeim kærlega fyrir þeirra framlag.  Að lokum óskum við öllu Fylkisfólki nær og fjær til hamingju með daginn og hlökkum til næstu ára með ykkur.  Áfram Fylkir !!

Aðalfundur félagsins og deilda þess var haldinn fimmtudaginn 20.maí.   Meðal dagskráliða voru skýrslur stjórna, reikningar félagsins voru kynntir og svo var kosin stjórn félagsins ásamt kosningu á stjórnum deilda.   Það er mikið fagnaðarefni að stjórn körfuknattleiksdeildar var endurvakin eftir nokkurra ára hlé og mun deildin hefja barna og unglingastarf í ákveðnum flokkum núna í haust.  Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra sem voru kosnir í stjórn.

Blakdeild

Jóhanna Jakobsdóttir

Kristbjörg Sveinbjörsdóttir

Gunnþór Matthíasson

Guðmundur Jónsson

Pálmi Sigurðsson

Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttir

Sólveig Sól Einarsdóttir

Gunnar Gunnarsson

Fimleikadeild

Íris Reynisdóttir

Guðlaugur Karlsson

Guðrún Ósk Jakobsdóttir

Rebekka Ósk Heiðarsdóttir

Istvan Olah

Handknattleiksdeild

Lára Sigríður Lýðsdóttir

Hrönn Vilhjálmsdóttir

Hörður Harðarson

Emilía Tómasdóttir

Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir

Sigurður Magnússon

Halla Rós Eiríksdóttir

Sigurgeir Andrésson

Silja Kristjánsdóttir

Íris Jónasdóttir

Karatedeild

Pétur Ragnarsson

Arnar Jónsson

Katrín Ingunn Björnsdóttir

Elías Guðni Guðnason

Knattspyrnudeild

Kjartan Daníelsson

Arnar Þór Jónsson

Stefanía Guðjónsdóttir

Júlíus Örn Ásbjörnsson

Ragnar Páll Bjarnason

Rafíþróttadeild

Aron Ólafsson
Þórmundur Sigurbjarnarson

Stefán Atli
Axel Gíslason

Bjarni Snær Bjarnason

Eiríkur Jóhansson

Körfuknattleiksdeild

Bjarni Þórðarson

Elvar Örn Þórisson

Ásta Katrín Hannesdóttir

Arinbjörn Hauksson

Aðalstjórn Fylkis

Björn Gíslason, formaður

Helga Birna Ingimundardóttir

Atli Atlason

Kristinn Eiríksson

Jón Birgir Eiríksson

Hulda Birna Baldursdóttir

Sigurbjörg Guðnadóttir

 

Aðalfundur félagsins verður fimmtudaginn 20.maí í Fylkishöll kl. 19:30.   Vegna samkomutakmarkana þá þurfa þau sem áhuga hafa á að sitja fundinn að senda tölvupóst með nafni, kennitölu og símanúmeri á hordur@fylkir.is fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 20.maí.

Dagskrá fundarins verður með hefðbundnu sniði.

Æfingar af stað að nýju fimmtudaginn 15. apríl
Æfinga- og keppnisbann í íþróttum hér á landi verður afnumið á morgun fimmtudaginn 15.apríl og munu æfingar hefjast að nýju samkvæmt æfingatöflum hjá öllum yngri flokkum.
Áfram munum við fylgja sóttvörnum og biðjum við iðkendur. forráðamenn og aðstandendur að virða og framfylgja þeim.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
May be an image of einn eða fleiri, people standing, people playing football og gras

Vegna hópsýkinga og fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu þá hafa stjórnvöld gripið til hertra sóttvarnaaðgerða og eru Íþróttir barna og fullorðinna, þar með taldar æfingar og keppni innan- eða utandyra óheimilar. Allir æfingar og keppni falla því niður frá og með deginum í dag í þrjár vikur.

Hópsýkingarnar eru allar af völdum breska afbrigðis kórónaveirunnar sem er mun meira smitandi en flest önnur afbrigði og veldur frekar alvarlegum veikindum. Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að hertar aðgerðir taki nú til barna allt frá grunnskólaaldri þar sem sýnt þykir að breska afbrigðið veldur meiri einkennum hjá eldri börnum en önnur afbrigði veirunnar.

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt nýja reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem mun gilda í þrjár vikur eða til 15. apríl.

Þjálfarar félagsins verða í sambandi við sína iðkendur með planið næstu þrjár vikur.

Nú er mikilvægt að við öll förum eftir tilmælum sóttvarnaryfirvalda og pössum sérstaklega upp á persónubundnar sóttvarnir.  Við bindum vonir við að ef við stöndum öll saman þá komumst við fljótt í gegnum þetta og getum þá farið að æfa aftur sem fyrst.

Leikmaður meistaraflokks karla í knattspyrnu greindist með Covid 19 um helgina og eru allir sem hann var í samskiptum við síðustu daga komnir í sóttkví.  Þar á meðal þeir sem tóku þátt í leik Stjörnunnar og Fylkis í Garðabænum á laugardaginn. Búið er að sótthreinsa þá aðstöðu sem meistaflokkurinn er með og verður sú aðstaða lokuð í dag mánudaginn 22.mars.   Umrætt smit hefur ekki áhrif á aðra starfsemi innan félagsins.  Félagið mun nú sem áður fylgja öllum þeim reglum og tilmælum sem sóttvarnaryfirvöld hafa gefið út og hvetjum við alla til að huga áfram vel að persónubundnum sóttvörnum.