Æfingar af stað að nýju fimmtudaginn 15. apríl
Æfinga- og keppnisbann í íþróttum hér á landi verður afnumið á morgun fimmtudaginn 15.apríl og munu æfingar hefjast að nýju samkvæmt æfingatöflum hjá öllum yngri flokkum.
Áfram munum við fylgja sóttvörnum og biðjum við iðkendur. forráðamenn og aðstandendur að virða og framfylgja þeim.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
May be an image of einn eða fleiri, people standing, people playing football og gras

Vegna hópsýkinga og fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu þá hafa stjórnvöld gripið til hertra sóttvarnaaðgerða og eru Íþróttir barna og fullorðinna, þar með taldar æfingar og keppni innan- eða utandyra óheimilar. Allir æfingar og keppni falla því niður frá og með deginum í dag í þrjár vikur.

Hópsýkingarnar eru allar af völdum breska afbrigðis kórónaveirunnar sem er mun meira smitandi en flest önnur afbrigði og veldur frekar alvarlegum veikindum. Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að hertar aðgerðir taki nú til barna allt frá grunnskólaaldri þar sem sýnt þykir að breska afbrigðið veldur meiri einkennum hjá eldri börnum en önnur afbrigði veirunnar.

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt nýja reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem mun gilda í þrjár vikur eða til 15. apríl.

Þjálfarar félagsins verða í sambandi við sína iðkendur með planið næstu þrjár vikur.

Nú er mikilvægt að við öll förum eftir tilmælum sóttvarnaryfirvalda og pössum sérstaklega upp á persónubundnar sóttvarnir.  Við bindum vonir við að ef við stöndum öll saman þá komumst við fljótt í gegnum þetta og getum þá farið að æfa aftur sem fyrst.

Leikmaður meistaraflokks karla í knattspyrnu greindist með Covid 19 um helgina og eru allir sem hann var í samskiptum við síðustu daga komnir í sóttkví.  Þar á meðal þeir sem tóku þátt í leik Stjörnunnar og Fylkis í Garðabænum á laugardaginn. Búið er að sótthreinsa þá aðstöðu sem meistaflokkurinn er með og verður sú aðstaða lokuð í dag mánudaginn 22.mars.   Umrætt smit hefur ekki áhrif á aðra starfsemi innan félagsins.  Félagið mun nú sem áður fylgja öllum þeim reglum og tilmælum sem sóttvarnaryfirvöld hafa gefið út og hvetjum við alla til að huga áfram vel að persónubundnum sóttvörnum.

Þeir Adam Elí Ómarsson, Matthías Rúnar Þórðarson og Óliver Hrafn Gunnlaugsson komu færandi hendi í vikunni og færðu knattspyrnudeild Fylkis peninga að gjöf sem þeir söfnuðu í tombólu.  Þeir félagar vildu koma því á framfæri að nota ætti peninginn til að kaupa góða leikmenn til að styrkja liðið fyrir sumarið og nefndu sérstaklega Lionel Messi og Bruno Fernandes.  Það er öruggt að þessir peningar munu koma sér vel í því ástandi sem nú ríkir og verða þeir notaðir til að styrkja leikmannahópinn þó að fyrrnefndir leikmenn séu líklega ekki að koma.   Við viljum þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn og greinilegt að hér er um sanna félagsmenn að ræða.

Frá vinstri Adam Elí Ómarsson, Matthías Rúnar Þórðarson og Óliver Hrafn Gunnlaugsson

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020.

Styrkurinn er 45.000 kr. fyrir hvert barn.

Áður en þú sækir um styrkinn hjá þínu sveitarfélagi þarf að kanna hvort heimilið falli undir ofangreint tekjuviðmið. Það gerir þú með því að skrá þig inn hér á Ísland.is með rafrænum skilríkjum. Athugið að sé um hjón/sambúðarfólk að ræða þurfa báðir aðilar að samþykkja að upplýsingar um tekjur séu sóttar til skattayfirvalda (RSK) svo hægt sé að staðfesta hvort heimilið falli undir tekjuviðmiðið eða ekki.

Ef þú færð svar um að þú eigir rétt á að sækja um styrk færð þú nánari upplýsingar um næstu skref. Ef þú færð svar um að þú eigir ekki rétt á styrk færð þú upplýsingar um hvert þú getur leitað ef þú ert með athugasemdir við niðurstöðuna eða fyrirspurnir.

  • Hægt er að sækja um styrk til og með 15. apríl 2021.

  • Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020–2021. Athugið að hægt er að koma með kvittanir fyrir íþrótta- og tómstundastarfi sem greitt var fyrir í upphafi skólaárs eða frá hausti 2020.

Sveitarfélög setja reglur um úthlutun styrkjanna og fyrirkomulag getur verið breytilegt á milli
sveitarfélaga til dæmis varðandi:

  • hvaða íþrótta- og tómstundastarf fellur undir styrkina,

  • hvaða gögnum beri að skila með umsókn,

  • afgreiðslutíma umsókna.

Fyrirspurnum um styrkina skal beina til þíns sveitarfélags.

Dotacja na zajęcia sportowe i rekreacyjne

W ramach działań rządu związanymi z COVID-19 można ubiegać się w gminach o dotacje sportowe i rekreacyjne dla dzieci urodzonych w latach 2005-2014, mieszkających w gospodarstwach domowych, w których średnie miesięczne dochody żywicieli, osób fizycznych, małżonków czy konkubentów były łącznie niższe niż 740 000 kr. w okresie marzec-lipiec 2020.

Dotacja wynosi 45.000 koron na każde dziecko.

Przed wystąpieniem o dotację z gminy należy sprawdzić, czy gospodarstwo domowe
spełnia powyższe kryteria dochodowe. Najpier należy zalogować się za pomocą swojego elektronicznego identyfikatora – patrz tutaj z boku. Należy pamiętać, że w przypadku małżeństwa/konkubinatu obie strony muszą wyrazić zgodę na ujawnienie przez urząd podatkowy (RSK) informacji o dochodach w celu potwierdzenia spełnienia kryteriów dochodowych.

Jeśli otrzymasz odpowiedź, że możesz ubiegać się o dotację, otrzymasz szczegółowe informacje na temat dalszych kroków. Jeżeli otrzymasz odpowiedź, że nie kwalifikujesz się do otrzymania dotacji, zostaniesz poinformowany dokąd należy się udać jeśli posiadasz pytania
lub zastrzeżenia dotyczące uzyskanej odpowiedzi.

  • Wnioski o dotacje przyjmowane są do 15 kwietnia 2021.

  • Zakładane jest, że zajęcia sportowo-rekreacyjne będą odbywały się w roku szkolnym
    2020-2021

    Przydzielenie dotacji ustalane jest przez gminy. Ustalenia dotyczące dotacji mogą różnić się w
    poszczególnych gminach i różnice te mogą dotyczyć, np.:

  • rodzaju zajęć sportowych i rekreacyjnych objętych dotacją

  • dodatkowych dokumentów które należy złożyć wraz z wnioskiem o dotację

  • czasu rozpatrywania wniosków

Wszelkie zapytania dotyczące dotacji należy kierować do swojej gminy.

Przetwarzanie danych osobowych

W celu ustalenia, czy spełniasz kryterium dochodowe i czy przysługują Tobie dotacje, przetwarzane są następujące dane osobowe: nazwiska i numery identyfikacyjne członków
gospodarstwa domowego, miejsce zamieszkania, numer rodziny oraz informacje o
dochodach członków gospodarstwa domowego w okresie marzec-lipiec 2020 r. Po
otrzymaniu podpisanego elektronicznie upoważnienia do zbierania informacji o
dochodach, organy podatkowe udostępnią te informacje ísland.is. Twoja gmina również
będzie miała dostęp do powyższych informacji poprzez stronę Ísland.is.

Za przetwarzanie oraz przechowywanie danych osobowych w związku z ubieganiem się o dotacje sportowe i rekreacyjne odpowiada Ísland.is. Za przetwarzanie danych osobowych związanych z działaniem Ísland.is odpowiada Ministerstwo Finansów i Gospodarki, Lindargata
7, 101 Reykjavík.

Więcej informacji na temat przetwarzania danych osobowych przez rząd Islandii, okresu
przechowywania danych osobowych oraz Twoich praw można znaleźć na ich stronie
dot. polityki prywatności.

Należy pamiętać, że powyższe zagadnienia dotyczą wyłącznie Ísland.is. Składając wniosek w Twojej gminie obowiązywać będą inne zasady dotyczące przetwarzania danych osobowych,

Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að íþróttastarfið sé komið af stað hjá öllum og keppnir séu leyfðar.
Það sem er aftur á móti ekki leyft eru áhorfendur á æfingum og keppnum.
Beinum við því til forráðamanna og stuðningsmanna og fylgja þessum reglum í einu og öllu.
Hætta er á því að ef þessum reglum verði ekki fylgt verði keppni bönnuð.

FLUGELDASÝNING FYLKIS

RAUÐAVATNI
Þriðjudagur 29.des kl 19:30

Tilvalið að horfa úr bílnum.

Vinsamlega fylgið sóttvarnareglum.

Minnum á flugeldasölu Fylkis og Hjalparsveitar Skáta í Fylkisstúkunni á Würth vellinum.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Við viljum minna þá á sem eiga eftir að skrá iðkanda á þessu tímabili að gera það sem fyrst á heimasíðu félagsins.  Ef viðkomandi á inni frístundastyrk þá þarf að ráðstafa honum fyrir áramót.  Ef það er ekki gert þá fyrnist hann.

Gleðilega hátíð !

Kjör á íþróttafólki Fylkis fyrir árið 2020 var tilkynnt í dag föstudaginn 18.desember.

Tilnefndar voru fjórar konur og fjórir karlar, sem skarað hafa framúr á árinu og þykja vera góðar fyrirmyndir, innan vallar sem og utan.

Það voru svo stjórnir deilda félagsins ásamt starfsfólkisem gáfu þeim sem voru tilnefnd stig og þau stigahæstu báru sigur af hólmi.

Þau sem voru tilnefnd voru:

Svana Björk Steinarsdóttir (blak)

Arnór Snær Guðmundsson (blak)

Ísold Klara Felixdóttir (karate)

Samúel Josh Ramos (karate)

Ásgeir Eyþórsson (fótbolti)

Bryndís Arna Níelsdóttir (fótbolti)

Berglind Björnsdóttir (handbolti)

Aron Þormar Lárusson (rafíþróttir)

Niðurstaðan var svo þessi að:

Íþróttakona Fylkis 2020 – Bryndís Arna Níelsdóttir

Íþróttakarl Fylkis 2020 – Aron Þormar Lárusson

Fylkir óskar þeim til hamingju með valið og öllum þeim sem tilnefnd voru.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Fylkir Árbæjarins Besta.

Íþróttafélagið Fylkir óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þökkum öllum þeim sem komið hafa að starfinu síðasta árið fyrir samstarfið með von um áframhaldandi samstarf á árinu 2021.

Opnunartími Fylkishallar og Fylkissels um jólin má sjá með því að klikka á hlekkinn hér fyrir neðan.

Opnunartími um jól og áramót 2020