,

Nína og Daníel valin í U-15

Ólafur Ingi Skúlason hefur valið Nínu Zinovievu til æfinga með U-15 ára landsliði kvenna.
 
Nína er djúpur miðjumaður og hafsent sem einnig er algjör lykilleikmaður í 2 og 3 flokki félagsins. Hún steig einnig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins nýlega !
 
Lúðvík Gunnarsson hefur valið Daníel Þór Michelsen til æfinga með U-15 ára landsliði karla.
 
Daníel er fjölhæfur leikmaður og er lykil leikmaður í 3.flokki félagsins og er mikið efni. Það verður gaman að fylgjast með framgangi hans næstu árin !
 
Við hlökkum til að fylgjast með þeim og óskum þeim góðs gengis á æfingunum !
 
#viðerumÁrbær