Íþróttafélagið Fylkir óskar öllum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum stuðninginn á liðnum árum.
Þann 31.desember næstkomandi verður tilkynnt um val á íþróttakonu og íþróttakarli Fylkis fyrir árið 2019. Athöfnin fer fram í Fylkishöll og hefst klukkan 12:00. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta en auk valsins á íþróttafólki félagsins þá verða veitt heiðursmerki til þeirra sem hafa unnið óeigingjarnt sterf fyrir félagið. Boðið verður upp á kaffi og kökur. Svo hvetjum við alla til að mæta svo í Flugeldasölu Fylkis og Skátana í stúkunni milli jóla og nýárs og styrkja þar með gott málefni..
Tilnefndar til íþróttakonu Fylkis eru:
Margrét Einarsdóttir – Handknattleikur
Margrét er fædd árið 2000 og hefur æft handknattleik hjá Fylki frá unga aldri.
Á síðasta tímabili, og það sem af er þessu keppnistímabili þá er hefur Margrét verið lykilmaður og leiðtogi í liði Fylkis, hún er fyrirmynd annarra leikmanna innan sem utan vallar en Fylkir teflir fram afar ungu og efnilegu liði. Liðið leikur í Grill 66 deild kvenna og hefur Margrét verið besti leikmaður liðsins það sem af er þessu tímabili og verið besti markamaður deildarinnar.
Margrét hefur verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands síðustu ár og tekið þátt í undankeppnum og æfingamótum með yngri landsliðum.
Margrét er góður liðsmaður og tekur virkan þátt í starfi deildarinnar, fjáröflunum og öðru starfi. Hún er þroskaður einstaklingur sem vill ná langt og leggur mikið á sig.
Margrét hefur ásamt því að spila með Fylki þjálfað yngri flokka með góðum árangri síðustu ár.
Iveta Ivanova – Karate
Iveta Ivanova er í landsliði Karatesambands Íslands og hefur verið þar í 6 ár eða frá því að hún var 12 ára. Iveta er þjálfari hjá karatedeild Fylkis og er litið mikið upp til hennar af öðrum iðkenndum deildarinnar. Iveta hefur haldið utan félagstarfið hjá okkur og skipulagt viðburði tengda félaginu með miklum sóma. Iveta tók svart belti á árinu í Sportkarate yngst allra í heiminum frá stofnun Sportkarate en stíllinn var stofnaður fyrir 15 árum.
Árangur Ivetu er ekkert slor heldur:
1.sæti Rehin Shiai í -53 kg.
1.sæti Reykjavíkurleikarnir(RIG) í junior open.
1.sæti Ishoj í u21 -55 kg
2.sæti Ishoj í senior(fullorðins) -55 kg
2.sæti Smáþjóðamót í senior -55kg
3.sæti Smáþjóðamót í senior open
Íslandsmeistari í opnum flokki kvenna
3.sæti bansai cup u21 -55 kg
3.sæti bansai cup senior -55 kg
Iveta er innblástur fyrir okkur hin og hefur sýnt okkur að allt er hægt ef viljin er fyrir hendi.
Katharina Sybilla Jóhannsdóttír – fimleikar
Katarina byrjaði að æfa fimleika hjá Fylkis árið 2012 og síðan þá hefur hún náð mjög góðum árangri.
Hún var valin í æfingahóp fyrir íslenska landsliðið árið 2014 og hefur tekið þátt í mörgum mótum fyrir ísland og Fylki.
2015- Norðurlandamót
2016- Evrópumót
Norðurlandamót ( 3. sæti í liðakeppni og 6. sæti á gólfi)
Norður Evrópumót ( 6. sæti í liðakeppni)
2019- Íslandsmót (Íslandsmeistari á gólfi og 5.sæti á slá)
Haustmót (1.sæti á slá og 2. sæti á gólfi)
Katarina var valin í ár í íslenska landsliðið fyrir árið 2020 og er næsta markmið hennar að keppa á Evrópumótinu í París. Hún er mikil fyrirmynd yngri iðkenda enda hefur hún lagt mikið á sig til að ná þessum frábæra árangri.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir – Knattspyrna
Cecilía er markmaður í meistaraflokksliði Fylkis sem spilar í efstu deild. Liðið náði frábærum árangri á síðasta ári og endaði í 6.sæti. Cecilía átti stóran þátt í þeim árangri með frábærri frammistöðu.
Þrátt fyrir ungan aldur en hún varð 16 ára á þessu ári þá hefur hún náð mjög langt.
Hún var valin í A landslið Íslands á árinu sem er eindæmi fyrir svo ungan leikmann.
Einnig náði hún þeim merka áfanga að vera valin í öll landslið Íslands á þessu ári.
Cecilía er frábær fyrirmynd og hefur þjálfar yngri flokkar félagsins.
Tilnefndar til íþróttakarls Fylkis eru:
Valdimar Þór Ingimundarson – Knattspyrna
Valdimar var lykilmaður í meistaraflokki Fylkis sem spilaði í efstudeild á árinu og átti hann mjög gott tímabil. Hann er einn af efnilegri leikmönnum landsins og vakti mikla athygli í sumar.
Valdimar var valinn í U21 árs landslið Íslands og spilaði með því á árinu.
Valdimar er mjög sóknarsinnaður leikmaður og skapast alltaf mikil ógn af honum þegar hann er með boltann.
Ásamt því að skora mikið leggur hann upp mikið af mörkum fyrir sína félaga.
Valdimar er góð fyrirmynd yngri iðkenda og hefur hann einnig þjálfað yngri flokka félagsins.
Ólafur Engilbert Árnason – Karate
Ólafur er í landsliðinu og hefur verið fastamaður þar síðan hann var 14 ára.
Ólafur hefur verið iðkandi hjá Fylki síðan hann var barn og hefur komið mikið að þjálfun og stefnumörkun hjá okkur undanfarin ár.
Ólafur er núna í Danmörku í námi þar sem hann æfir með landsliði Dana undir handleiðslu Allan Busk sem er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands.
Ólafur keppir í erfiðasta karla flokkinum í kumite(frjáls bardagi) sem er -75kg og hefur verið að skáka þeim bestu í heiminum.
Árangur Óla á árinu er ekki af verri endanum:
1.sæti Banzai Cup Senior -75 kg, Þýskaland, þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur vinnur þetta mót.
1.sæti Reykjavíkurleikarnir(RIG) Senior -75 kg
2.sæti Ishøj í Senior -75 kg Danmörk
3.sæti Ishøj í opnum flokki Danmörk
3.sæti Danska meistaramótið í Senior -75 kg
2.sæti Danska meistaramótið í liðakeppni
2.sæti Helsinki open í Senior -75 kg Finnland
3.sæti Smáþjóðamótið í Senior -75 kg Ísland
1.sæti Smáþjóðamótið í liðakeppni
2. sæti Íslandsmeistaramót í -75 kg
1.sæti Íslandsmeistaramót í opnum flokki.