,

Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi

Vegna þeirrar óvissu sem komið hefur upp í dag varðandi æfingar þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri.

Beðið er eftir samræmdum reglum og leiðbeiningum frá íþróttaforystunni og er von á þeim fljótlega.  Meðan staðan er þessi þá gætu einstakar æfingar fallið niður og munu þá þjálfarar láta vita af því.

Hvað varðar íþróttastarfsemi félagsins þá gilda eftirfarandi reglur sem heilbrigðisráðherra hefur gefið út.  Reglurnar gilda til 19.október

  • Nálægðarmörk 2 metrar: Nálægðarmörk verða 2 metrar. Það á einnig við í öllum skólum, að undanskildum börnum fæddum 2005 og síðar.
  • Íþróttastarfsemi barna sem eru fædd 2005 og síðar er  Allar æfingar fyrir þennan aldur verða því með óbreyttu sniði.  Beinum því reyndar til foreldra að láta börnin mæta eins mikið tilbúin og hægt er.  Fækkum sameiginlegum snertifletum.  Hér er bæði um að ræða æfinga innan- og utandyra.
  • Hefðbundið íþróttastarf innandyra fyrir iðkendur fædda 2004 og eldri fellur niður og munu þjálfarar vera í sambandi við sína hópa um starfið næstu daga og vikur. Hér er um að ræða æfingar 16 ára og eldri í handbolta, fimleikum, karate, rafíþróttum og blaki.
  • Knattspyrnuæfingar utandyra geta farið fram með hefðbundnum hætti.
  • Hvað varðar keppnisviðburði þá eru allar keppnir bannaðar hjá iðkendum fæddum 2005 og yngri þar sem hætta er á blöndun hópa umfram hefðbundnar æfingar eru óheimilir.
  • Keppni í knattspyrnu utandyra er heimil hjá iðkendum fæddum 2004 og eldri.
  • Nálægðar- og fjöldamörk: Líkt og áður gilda nálægðar- og fjöldamörk ekki um börn fædd 2005 og síðar.
  • Íþróttir utandyra: Íþróttir utandyra eru heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu og sitja í merktum sætum. Vegna viðburða hjá Fylki þá skal leita upplýsinga um viðkomandi viðburð þar sem einhverjir atburðir verða án áhorfenda.
  • Þess ber þó að geta að einstaka æfingar geta fallið niður næstu daga vegna þessa ástands og munum þjálfarar hópanna þá láta iðkendur vita.

Félagið beinir því til foreldra og stuðningsmanna að fara ekki inn í íþróttamannvirki félagsins nema nauðsyn sé.  Hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst (fylkir@fylkir.is) varðandi erindi sem geta ekki beðið.

Það er gríðarlega mikilvægt að við tökum öll þátt í þessu saman og vöndum okkur.