,

Fylkir meistari eftir sigur á FH

Fylkir varð um helgina fyrsta rafíþróttalið íslands til að tryggja sér stórmeistaramóts titil í Vodafone deildinni í leiknum Counter-Strike: Global Offensive. Fylkir mætti feiknar sterkur liði FH og var spennan fyrir leiknum mikil. Leikar enduðu með 2-0 sigri Fylkismanna eftir 16-11 leik í kortinu Inferno og 16-7 í kortinu Vertigo. Að leik loknum var Eðvarð Þór Heimisson, betur þekktur sem EddezeNN og leikmaður Fylkis, valinn maður mótsins og úrslitaleiksins. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá Rafíþróttadeild Fylkis en þetta var annar stóri titill liðsins á stuttum tíma.