,

Æfingar og sumarnámskeið hefjast aftur á morgun

Öll dagskrá verður með eðlilegum hætti frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 30.júní.  Námskeið og æfingar fara af stað en allt féll niður mánudaginn 29.júní þar sem upp kom Covid 19 smit hjá leikmanni meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Þess ber að geta að umræddur leikmaður tengist aðeins liðinu, er ekki þjálfari eða starfsmaður Fylkis.

Búið er að sótthreinsa Fylkishöllina og vallarsvæðið.

Þetta hefur ekki áhrif á leik Fylkis og Gróttu í Pepsi Max deild karla sem fer fram í kvöld kl. 19:15 á Wurth vellinum.

Svo viljum við ítreka til allra okkar félagsmanna að sýna fyllstu aðgát og varfærni og brýnum fyrir félagsmönnum að fylgja tilmælum Almannavarna um tveggja metra fjarlægð, handþvott og aðrar hreinlætisvenjur.

Áfram Fylkir