Íþróttakona og íþróttakarl Fylkis fyrir árið 2021 eru þau Viktoría Benónýsdóttir og Alexander Rósant Hjartarson.

Viktoría Benónýsdóttir, hefur stundað fimleika hjá Fimleikadeild Fylkis frá árinu 2011 eða í 10 ár og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir Fylki í gegnum árin. Viktoría var valin í Landsliðshóp Unglinga U16 fyrir keppnistímabil 2020. Hún var valin í Unglingalandslið Íslands fyrir Norðulandamót Unglina 2021. Í vor var hún valin til að taka þátt í 25 stúlkna úrtaki fyrir val á 12 stúlkna U-16 Unglingalandsliðshópi. Viktoría komst inní 12 stúlkna U-16 Úrvalshóp Unglinga fyrir val á landsliði Íslands fyrir Norðulandamót. Varamaður í Unglinalandsliði Íslands fyrir Norðurlandamót Unglina sem fór fram rafrænt helgina 29-31. Október.

Alexander Rósant Hjartarson hefur æft hjá Karatedeild Fylkis síðan hann var lítill drengur. Hann er í landsliði Karatesambands Íslands. Alexander er Íslandsmeistari í Kumite 15 ára í +63 kg flokki og hefur haft mikla yfirburði hér á landi í mörg ár. Alexander keppti á Norðurlandameistaramótinu í Stavanger núna í nóvember og náði þar 3 sæti eða bronsi. Alexander vann líka Grand Prix mótaröðina sem er haldin hér á landi en hann fór ósigraður í gegnum öll þrjú mótin sem eru í röðinni. Alexander er góður drengur sem kemur alltaf vel fyrir og er vel metin af öllum sem hann þekkja.

Auk þeirra voru eftirfarandi tilnefnd:
María Eva Eyjólfsdóttir (Fótbolti)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fótbolti)
Brynjar Ásgeir Sigurjónsson (Rafíþróttir)
Atli Fannar Pétursson (Blak)
Ísold Klara Felixdóttir (Karate)
Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen

 

 

 

Fylkir býður uppá fjölbreytta vetrardagskrá fyrir veturinn 2021/2022.

 

Hér á heimasíðunni finnur þú upplýsingar um æfingatíma og fleira. Skráning í stafið fer fram í gegnum Sportabler

FLUGELDASÝNING FYLKIS

RAUÐAVATNI
Þriðjudagur 29.des kl 19:30

Tilvalið að horfa úr bílnum.

Vinsamlega fylgið sóttvarnareglum.

Minnum á flugeldasölu Fylkis og Hjalparsveitar Skáta í Fylkisstúkunni á Würth vellinum.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Fyrstudeildarlið kvenna sækir Ými heim í Fagralund í dag kl.17.30.

Karlarnir í Mizunodeildinni etja svo kappi við Þrótt Nes á Neskaupstað á morgun kl.14

Áfram Fylkir.

Æfingar í barna- og unglingablaki hefjast miðvikudaginn 30. september í Árbæjarskóla.

Æfingar verða sem hér segir:
Mánudaga kl. 16:30-18
Miðvikudaga kl. 17-18

Leiktíðin í blaki hefst hjá Fylki með heimaleikjum bæði hjá meistaraflokki karla og 1. deild kvenna.

Kl. 13:00 í Fylkishöll
1. deild kvenna
Fylkir – Völsungur

Kl. 19:00 í Fylkishöll
Meistaraflokkur karla
Fylkir – KA

Fylkisfólk og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og hvetja sitt fólk til sigurs.
Áfram Fylkir!