Laugardaginn 10.desember skrifuðu margir af okkar efnilegustu leikmönnum undir samning við félagið. Það er fagnaðrefni að okkar öfluga yngri flokka starf
skili upp ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Flestir af þessum leikmönnum hafa þegar fengið reynslu með meistaraflokkum félagsins og staðið sig vel.
Frá vinstri:
Aron Örn Þorvarðarson er fæddur árið 2002 og er efnilegur bakvörður sem gekk nýlega upp úr öðrum flokki félagsins.
Erna Þurý Fjölvarsdóttir er fædd árið 2005 og er sóknarmaður sem steig sín fyrstu skref með meistaraflokki í Pepsi Max deildinni á nýliðinu tímabili.
Aron Snær Guðbjörnsson er fæddur árið 2004 og er gríðarlega fjölhæfur leikmaður sem getur leyst flestar stöður aftarlega á vellinum.
Rebekka Rut Harðardóttir er fædd árið 2005 og er gríðarlega efnilegur markmaður sem spilaði stórt hlutverk í öðrum og þriðja flokki félagsins.
Bjarki Steinsen Arnarson er fæddur árið 2005 og spilar aðalega sem sóknarmaður en getur þó leyst fleiri stöður á vellinum. Bjarki var nýlega í æfingarhóp U-17 ára landsliðsins.
Ómar Björn Stefánsson er fæddur árið 2004 og er virkilega efnilegur sókarmaður sem fékk sínar fyrstu mínútur í Pepsi Max deildinni í fyrra.
Helga Valtýsdóttir Thors er fædd árið 2005 og er skapandi miðjumaður sem spilaði sinn fyrsta leiki í efstu deild á nýliðnu tímabili.
Ásberg Arnar Hjaltason er fæddur árið 2005 og er gríðarlega skapandi leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum. Hann hefur verið í æfingar og keppnishópum fyrir U-17 ára landsliðið undanfarið.
Fylkir fagnar því að ungir leikmenn haldi tryggð við félagið og hlökkum við mikið til í að fylgja þessum efnilegu leikmönnum áfram.