,

Tinna og Sara í lokahóp U-19

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið þær Tinnu Brá Magnúsdóttir og Söru Dögg Ásþórsdóttir fyrir milliriðla undankeppni EM 2023.
 
Ísland mætir þar Danmörku, Svíþjóð og Úkraínu, en leikið verður í Danmörku dagana 5.-11. apríl.
 
Báðar hafa þær verið fastamenn í hópnum ásamt því að vera algjörir lykilleikmenn í meistaraflokki félagsins.
 
Við óskum þeim til lukku með valið og hlökkum til að fylfjast með þeim í verkefninu !
 
#viðerumÁrbær