,

Stefán Logi og Guðmar Gauti í U-15

Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið þá Stefán Loga Sigurjónsson og Guðmar Gauta Sævarsson í úrtaksæfingar U-15 ára landsliðs karla dagana 3.-5. apríl.
 
Stefán Logi Sigurjónsson er stór og stæðilegur varnarmaður sem öruggur er á boltann. Stefán lék sína fyrstu leiki fyrir Íslands hönd síðasta haust.
 
Guðmar Gauti er varnarsinnaður miðjumaður með frábæra sendingagetu. Guðmar lék einnig sína fyrstu leiki fyrir Íslands hönd síðasta haust.
 
Við óskum þessum strákum til hamingju með valið og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni !
 
#viðerumÁrbær